Stjörnuspá fyrir febrúar – Tvíburinn

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

Tvíburinn

 

Þú ert með góðan húmor. Þú heillar fólk með húmornum og átt auðvelt með að draga fólk að þér. Vertu virk/ur, blandaðu geði og njóttu lífsins – ef þú gerir það muntu eiga margar hamingjuríkar og eftirminnilegar stundir. Ekki sóa tímanum til einskis.

 

Í vinnunni skaltu nota sköpunargáfuna þína. Ef þú hefur verið að hugsa þér að skipta um starfsvettvang þá er tíminn til þess núna. Þú getur tekið að þér verk á stuttum tíma, því metnaður þinn er svo mikill.

 

Þér líður svakalega vel með sjálfa/n þig þessa dagana og er full/ur af orku. Nýttu þessa orku til þess að byrja á nýju sporti. Þú munt kunna að meta það og alls ekki sjá eftir því og það mun auka jákvæðni þína í lífinu.

 

SHARE