Stjörnuspá fyrir febrúar – Sporðdrekinn

Seint, en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

 

Sporðdrekinn

Yfirleitt lætur þú þér lynda vel við flesta um þessar mundir. Þú sýnir fólki mikinn skilning og umburðarlyndi; svo þú átt auðvelt með að forðast erfiðleika. Mjög óþolandi manneskjur geta ekki haggað þér. Þú ert meira að segja búin að ryfja upp gömul kynni við einn eða tvo einstaklinga sem þú átt skrautlega fortíð með.

 

Í vinnunni gengur allt eins og smurð vél. Þú ert kannski ekki komin/n með stöðuhækkun en fólki þykir mikið til þín koma og ert vel metin/n. Yfirmaður þinn er ánægður með þig og kann að meta hvað þú tekur vel eftir og skipulagshæfni þína. Þú gætir meira að segja fengið meiri ábyrgð í vinnunni og þú ættir að stökkva á það tækifæri.

 

Þú ert orkumikil/l og nýtur þess að vera við góða heilsu en þig vantar svolítið metnaðinn til að fara í ræktina eða æfa íþróttir. Finndu einhvern á svipuðum stað, til að fá hvatningur og til að æfa saman. Þú munt komast að því að góð líkamleg heilsa er gulli betri.

 

 

 

SHARE