Stöðvaður með naut í framsætinu – Aðeins í Ameríku

Samkvæmt frétt frá News Channel Nebraska var lögreglunni gert viðvart um mann sem ók bíl með því sem þá var lýst sem „dýr“ í framsætinu.

Dýrið reyndist hins vegar vera stórt Watusi-naut sem stóð uppúr farþegasætinu í bíl mannsins. Ökumaðurinn, Lee Meyer, var á endanum stöðvaður af viðbragðsaðilum. Lögreglan fékk nokkra gagnrýni frá fólki sem þekkti til mannsins þar sem dýrið gegnir áberandi hlutverki í árlegri skrúðgöngu á ári hverju.

Lee var því aðeins áminntur og beðinn um að keyra ekki með nautið nema við sérstakar aðstæður eða þegar vegum er lokað vegna skrúðgangna………..”Only in America”

SHARE