„Svarta geimveran“ gjörbreytti útliti sínu fyrir 27 ára aldurinn

Anthony Loffredo er 32 ára gamall Frakki og hefur látið skera orðið „Alien“ í höfuð sitt. Hann er heimsþekktur fyrir að hafa látið breyta útliti sínu algjörlega, fyrir 27 ára aldurinn. Hann hefur látið fjarlægja af sér fingur, efri vörina og hluta af nefinu sínu.

Anthony hefur líka látið skera tungu sína í tvennt svo hún líkist tungu snáks. Hann hefur líka látið húðflúra næstum allan líkamann og þá er einnig meðtalin augun á honum. Eyrun hefur hann líka látið fjarlægja og virðist hann sjálfur vera mjög sáttur með útlit sitt.

Svona leit hann út áður en hann hóf að breyta útlitinu sínu.

Anthony hefur sem fyrr segir hlotið heimsfrægð fyrir útlit sitt er með 1,4 milljónir fylgjenda á Instagram, en hann notar nafnið „Black Alien“ á samfélagsmiðlum.


Sjá einnig:

SHARE