Fæðir barn í bíl á ferð – myndband

Börnin gera ekki alltaf boð á undan sér og sum eru að flýta sér meira en önnur. Þetta par í Bandaríkjunum var að flýta sér upp á fæðingardeild og voru stödd á miðri hraðbraut þegar að konan fæddi barnið í bílnum.

Í myndbandinu sést hvernig móðirin situr í framsætinu og dregur ungabarnið, sem er þakið í fósturfitu, upp í fangið á sér með naflastreng og öllu. Pabbinn er skelfingu lostinn og segist ætla að keyra út í vegkant.

Móðirin virðist taka uppákomunni með stóískri ró en það heyrist ekki múkk í henni heldur tekur hún upp símann og hringir í aðstandenda til að láta vita að barnið hafi fæðst í bílnum.

Þetta er ótrúlegt myndband sem sýnir sterka stund í lífi litlu fjölskyldunnar en viðkvæmir eru þó varaðir við myndefninu.

Tengdar greinar:

Fæðing á bílaplani náðist á myndbandi

Karlmenn sjá fæðingu í fyrsta skipti

Heyrði smell og vatnið byrjaði að flæða – fæðingarsaga

SHARE