Fyrirsæta telur sig hafa skipt um kynþátt

Þetta er eitthvað sem maður sér ekki oft. Þessi kona er þýsk fyrirsæta og kallar sig Martina Big. Hún er hvít kona en segist vera að breyta sér í svarta konu. Hún og eiginmaður hennar, Michael, eru að hugsa um að fara að eignast barn saman en hann er líka hvítur. Þau parið komu nýlega fram í This Morning með Holly Willoughby og John Barrowman, til að ræða um breytinguna á Martina og áform þeirra um að eignast barn.

Sjá einnig: Hann er flottur söngvari… já og söngkona líka

Martina hefur verið að sprauta sig með melaníni í tvö ár, sem hefur breytt líkama hennar töluvert. Hún lítur á sig sem svarta konu og sagði í viðtalinu: „Húðin mín er að dekkjast og hárið mitt er að breytast líka. Það er að krullast og dekkjast.“

Þessi þýska fyrirsæta er nokkuð viss um að hún muni eignast svart barn. Þegar þáttastjórnendur spurðu hana hvort það væri einhver möguleiki svaraði Martina: „Já þeir (læknarnir) sögðu að barnið yrði svart.“ Hún sagði líka að hún hefði farið í skoðun hjá lækni til að fá úr því skorið hvort hún gæti verið með barnið á brjósti og hvort það myndi líkjast henni.

Sjá einnig: Of feitur fyrir sjónvarpið

Holly Willoughby var ekki sannfærð og þrýsti á parið með það hvernig þetta gæti gerst: „Ég er að hugsa hvernig þetta getur gerst, svona genalega séð. Ef þú eignast hvítt barn muntu þá telja að það væri ekki þitt barn?“

„Nei,“ svaraði Martina. „Það væri blanda af mér og Michael. Ég er nokkuð viss um að barnið verði svart eða súkkulaðibrúnt eða jafnvel nokkuð ljóst. Það skiptir ekki máli.“

Sjá einnig: Nicole Kidman búin að fara í lýtaaðgerðir

Nýverið sagði Martina á samfélagsmiðlum að hún væri búin að sýna fram á að maður gæti ekki bara breytt útliti sínu, heldur einnig kynþætti sínum. „Ég er ekki að biðja ykkur um mikið en ég vil bara að þið samþykkið mig sem svarta konu.“

 

SHARE