Gleðitár

Í dag, 16. nóvember eru liðnir 10 mánuðir síðan að Sigursteinn Gíslason, eða Steini Gísla eins og hann var oftast kallaður féll frá eftir erfið veikindi. Steini Gísla knattspyrnumaður eins og allir þekktu var mikill gleðigjafi bæði innan sem utan vallar.

Æskuvinkona þeirra Steina og Önnu Elínar (eftirlifandi eiginkonu Steina), Áslaug Fjóla Magnúsdóttir hefur unnið að lagi ásamt góðu fólki í minningu Steina og er textinn byggður á orðum Steina,
“Ef þið ætlið að gráta, viljið þið hafa það gleðitár vegna góðra minninga.”
Áslaug fékk snillinginn Kristján Hreinsson til að gera íslenskan texta við lagið What If sem er úr myndinni Christmas Carol og lagið nefnist á íslensku Gleðitár.

Lagið verður fáanlegt á www.tonlist.is á morgun og fer allur ágóðin af sölu lagsins í framtíðarsjóð barnanna hans Steina Gísla og Önnu Elínar.

Höfundur lags og texta eru, Steve Mac og Wayne Hector og íslenskan texta eins og fyrr segir, Kristján Hreinsson. Það er Áslaug Fjóla Magnúsdóttir sem syngur lagið, Birgir Jóhann Birgirsson útsetur lagið, sá um upptökur og hljóðvinnslu, Daniel Cassidy spilar á fiðlu, Jóhann Hjörleifsson spilar á trommur, Pétur Valgarð Pétursson spilar á gítar og Kór Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði syngja bakraddir.

Styrkjum gott málefni og förum inn á tonlist.is og sækjum þetta fallega lag.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here