Hrefna og Vignir eru bæði að berjast við alvarleg krabbamein

Vignir Daða hefur verið að berjast við alvarlegt krabbamein í nokkur ár og Hrefna, sambýliskona hans, hefur verið með honum í baráttunni og staðið við hlið hans í gegnum þetta allt saman, en saman eiga þau 5 ára gamla dóttur. Vignir á líka 22 ára stelpu fyrir og Hrefna á 9 ára gamlan son. Nú hefur annað áfall riðið yfir þessa litlu fjölskyldu, en þessi færsla kom inn á stuðningshópinn þeirra á Facebook í gær:

„Elsku vinir! Það er margt búið að ganga á hjá fjölskyldunni og eru erfiðir tímar framundan. Í september byrjaði Hrefna að finna fyrir breyttri líðan og óreglulegar blæðingar. Í janúar byrjaði hún að veikjast að kom í ljós að mikil sýking væri í hægra nýra, hún var sett á sýklalyf og ekkert lagaðist hún hætti að nærast og í byrjun febrúar er hún lögð inn á sjúkrahús í rannsóknir. Skellurinn kom 20. febrúar. Hrefna sem er orðin 56 kg vegna næringaleysis (var 72 í des) greinist með krabbamein í legi 7 cm á lengd og 5 cm á breidd.

Í gær 5. mars var hún lögð inná spítala þar sem komu í ljós 5 ný æxli. Hún er komin á einhver lyf en hún þarf að gangast undir aðgerð á næstunni og aðra aðgerð 15. maí. Á meðan á þessu öllu stendur er Viggi Daða í lyfjameðferð flesta daga mánaðarins. Nú tekur erfiður og krefjandi tími við hjá fjölskyldunni. Á svona tímum á enginn að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur og langar okkur fyrir hönd fjölskyldunnar að biðja ykkur að hjálpa þeim ef þið hafið tök á . Margt smátt gerir eitt stórt🙏

Kt: 280890-2439

Bankaup: 0544-26-062024

Þið megið deila sem víðast!!“

Þetta hljóta að vera rosalega erfiðar og krefjandi aðstæður og við hjá hún.is hvetjum alla sem þá sem geta, til að hjálpa og létta þeim birgðarnar.


Sjá einnig:

SHARE