Vandamál fullorðinna sem ENGINN sagði þér frá

Ekkert getur nokkurn tíma undirbúið þig að fullu fyrir að verða fullorðin/n. Þú hefur skilið við æskuna og þarft að taka ábyrgð, upplifa áföll og allskonar áskoranir.

Margt kemur manni óþægilega á óvart á fullorðinsárunum og notandi nokkur á Reddit spurði notendur þar, hvað hafði komið fólki illilega á óvart þegar þau urðu fullorðin. Hér eru nokkur af bestu svörunum: 

1. Tilgangsleysi

„Alla æskuna er maður með einhvern tilgang eins og að læra vel í skóla og ná prófum og svo er manni hent út í lífið og á að finna sinn eigin tilgang.“ – Captain_Snow

2. Enginn háttatími

„Þú getur vakað eins lengi og þú vilt. En ættir ekki að gera það.“ – geek-fit

3. Vinátta

„Hvert fóru allir vinir mínir?“ – I_Love_Small_Breasts

Þessi notandi fékk svar:

„Þeir eru örugglega enn á sama stað, örugglega að velta því nákvæmlega sama fyrir sér.“ – Blackdraon003

4. Fólk breytist ekki

„Ég gerði mér ekki grein fyrir að fullorðnir hafi tilfinningagreind á við ungling og það er nánast ómögulegt að eiga í rökrænum samskiptum við þá“ – Super-Progress-6386

5. Peningar

„Það er mjög mikið að skulda 500.000 kr en það er ekki mikið að EIGA 500.000 kr“ – Upper-Job5130

6. Frítími

„Ég hef lítinn sem engan frítíma eða bara tíma til að vera ein.“ – detective_kiara

7. Engin markmið

„Ég var ekki með nein fyrirfram ákveðin ákveðin markmið þegar ég kláraði háskóla. Þegar ég var að alast upp var það skýrt að ég myndi klára grunnskóla, svo framhaldsskóla og ná mér í gráðu í háskóla og svo fá mér vinnu og svo….? Mjög óljóst. Ég átti að vinna í starfsframanum, kaupa hús, finna maka, eignast barn og fara svo á eftirlaun. Þegar ég var 22 ára hafði ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að skipuleggja þetta allt saman.“ – FreehandBirdlime

8. Stanslaust viðhald

„Lífið snýst um að halda öllu við. Þú þarft að halda líkamanum við, húsinu þínu og samböndum þínum. Það snýst allt um endalaust viðhald.“ – IHateEditedBGMusic

9. Örmögnun

„Maður getur gert svo margt af því maður er fullorðinn en vera of þreytt/ur til að framkvæma nokkuð.“ – London82

10. Einmanaleiki

„Það er svo ofsalega einmanalegt að vera fullorðinn.“ – Bluebloop0

11. Tíminn

„Því lengur sem þú lifir því hraðar virðist tíminn líða.“ – FadedQuill

12. Þú er ábyrg/ur þó þú hafir ekki ætlað þér það

„Þú verður að bera ábyrgð á slæmu hegðuninni og ef þú sýnir vanrækslu, þó þú hafir ekki ætlað þér það. Sem lögfræðingur sé ég þetta margoft. Fólk heldur oft að það beri ekki ábyrgð á mistökum sínum, en það er rangt.“ – grishamlaw

13. Þú getur ekki hlaupið í burtu

„Það getur verið mjög auðvelt að finnast maður fastur í slæmum aðstæðum (vinnu, sambandi o.s.frv.) bara af því að kostnaðurinn og tíminn sem fer í að komast úr aðstæðunum, getur verið yfirþyrmandi. Stundum þarftu meira að segja að sætta þig við ákveðinn „ömurlegheit“ af þú hefur ekki efni á að sprengja upp líf þitt.“ – Movieguy95453

14. Stanslaus þrif

„Eldhúsið er alltaf skítugt. Þú þarft að þrífa það svona þrisvar sinnum á dag.“ – cewnc

15. Það er dýrt að vera til

„Eitt sem enginn hafði undirbúið mig fyrir var hvað það er dýrt að lifa. Ég hélt alltaf að þegar maður væri orðinn fullorðinn myndi maður hafa efni á öllu sem maður vildi, en það er ekki alltaf þannig. Ég hef þurft að læra að passa upp á peningana mína og spara til þess að kaupa það sem ég vil og það hefur verið krefjandi.“ – Dull_Dog_8126

SHARE