zodiac sign on a black background

Það eru hlutir innra með okkur sem við eigum erfitt með að horfast í augu við. Við ýtum þeim til hliðar og viljum ekki hugsa of mikið um þetta.

Það er samt mikilvægt að hugsa um þessa hluti og viðurkenna þá fyrir sjálfum sér, þannig vex maður. Hér eru þeir hlutir sem hvert stjörnumerki á erfitt með að viðurkenna:

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Þú vilt ekki viðurkenna það að þú eigir erfitt með að halda einbeitingu og að þú átt erfitt með að fylgja hlutum allt til enda.

Þú getur virkað eins og fiðrildi, sérstaklega í vinnunni. Það, að þú virðist ekki alltaf klára hlutina, lætur þig virka eins og óábyrgan einstakling fyrir samstarfsfólki þínu.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Þú vilt ekki viðurkenna það þegar þú hefur rangt fyrir þér, jafnvel þegar þú veist að þú hefur rangt fyrir þér. Það pirrar fólk í kringum þig.

Stoltið þitt á það til að ýta fólki í burtu – fólki sem þú elskar. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að horfast í augu við þetta og ná stjórn á þessu.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þú ert alltaf að svíkja loforð. Þú átt það til að segja fólki það sem það vill heyra, þó þú meinir það engan veginn.

Það er auðvelt fyrir þig að gleyma þér. Þinn ókostur er að þú átt það til að tvíbóka þig og þá þarftu að afboða þig í annað hvort.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Þú lætur eins og þú sért hörkutól en ert í raun mjög viðkvæm/ur. Þetta verður til þess að þú átt það til að missa stjórn á þér við það sem sýnist vera lítið mál eða smá athugasemd.

Reiðin þín er oft stjórnlaus, hvort sem þú ert að garga eða kasta hlutum eða að safna upp vandamálum án þess að tala um þau. Viðurkenndu það að fólk særir þig. Það mun hjálpa þér.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Þú hræðist það að fólk sé betra en þú. Þú vilt ekki að fólk standi sig betur en þú í keppnum, hvort sem þær eru vinalegar eða atvinnukeppni.  

Þú ferð stundum í það að skemma fyrir öðrum, ef það þýðir að það mun halda þér á toppnum.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Velsæmi þitt og fullkomnunarárátta verður til þess að þú lendir í ágreiningi við fólkið í kringum þig.

Það er allt í lagi að ÞÚ vilt vera með fullkomnunaráráttu og vilt hafa allt fullkomið í kringum þig og á sínum stað, en þú verður að skilja að það eru ekki allir með sama viðmið og þú.

Vogin

23. september – 22. október

Stundum þarftu bara að fá hjálp. Það er bara þannig. Það er það sem þú verður að viðurkenna fyrir sjálfri/um  þér.

Biddu um hjálp. Ef fólkið í kringum þig elskar þig í raun og veru, mun það hlaupa upp til handa og fóta til að aðstoða þig, ef þau hafa tök á því.

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Þú átt það til að vera tilfinningalaus í samböndum. Þú lætur eins og þér sé alveg sama, hvort sem það þýðir að manneskjan gefst upp á þér eða ekki.

Innst inni er þér ekki saman og það er mikilvægt fyrir þig að hætta að þykjast. Annars áttu á hættu að eyðileggja sambandið sem þú virkilega vilt vera í.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Það er gott að geta fyrirgefið en stundum ertu of viljug/ur til að fyrirgefa.

Fólk mun taka þig sem gefin hlut ef þú leyfir þeim að vaða yfir þig. Stattu upp og stattu með sjálfri/um þér. Gerðu það sem er rétt fyrir þig og leyfðu öðrum að sjá um sig.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Þú vilt aldrei viðurkenna þegar þú ert niðurdregin/n eða einmana. Það getur verið ágætt en þú þarft samt að tala um það og leita til fólks þegar þú ert að einangra þig.

Ekki setja upp neina grímu. Talaðu um þá hluti sem angra þig. Það mun gera þér gott.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Þú heldur að þú sért fórnarlamb þegar þú hefur tekið rangar ákvarðanir. Þú átt erfitt með að viðurkenna að þú sért með eftirsjá.

Þú trúir því að þú takir alltaf bestu ákvörðunina með þá þekkingu sem þú hefur. En það er ekki þannig. Það er allt í lagi að vera með eftirsjá og það mun hjálpa þér að vaxa.

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Þú trúir því aldrei að neitt sé þér að kenna. Ef þú missir vinnu, er það ekki þér að kenna. Ef einhver hættir með þér, er það ekki þér að kenna.

Ef þú ýtir vini frá þér, er það ekki þér að kenna. Viðurkenndu að stundum eru hlutirnir þér að kenna og þú getur bjargað hlutum sem annars myndu fara úrskeiðis.

 

Heimildir: Higherperspectives.com 

 

SHARE