Kókosskrúbbur sem vinnur vel á appelsínuhúð

Nú fer sumarið alveg að bresta á með allri sinni dýrð. Marga er löngu farið að dreyma um sólarstrendurnar og sjá sig í hyllingum með kokteil í einni og sólarolíuna í hinni hendinni á meðan blíður andvarinn leikur við stæltan og vel brúnan kroppinn.
Hinsvegar erum við ekki allar með fitness kroppinn og margar eru eins og ég, aðeins of þungar með appelsínuhúð á lærunum og hangandi maga eftir að hafa fætt dásamleg börn inn í þennan heim.
Ég er persónulega mjög óörugg með minn kropp og hafði miklar áhyggjur af taninu í sumar. Sá mig fyrir mér í alklæðum, helst bara búrku, í Nauthólsvíkinni og mér hefði ekki dottið í hug að leita mér að bikini. Svo kynntist ég þessum skrúbb!

Skrúbburinn er algjör himnasending og ég sver það appelsínuhúðin á lærunum á mér er horfin! Ekki bara það heldur er maginn allur að dragast saman og ég sé stóran mun á handleggjunum á mér. Húðin gjörsamlega glóir og ég er alltaf silkimjúk viðkomu og án allra paraben efna.

Og það besta við þennan töfraskrúbb – Hann er heimagerður!

Unaðslegur Kókosskrúbbur

1 krukka kaldpressuð kókosolía
2-4 msk kaffi

Setjið kókosolíuna í skál og leyfið henni að ná stofuhita.

Bætið kaffinu út í og hrærið vel saman við

Takið bollakökuform og vefjið það í plastfilmu

Setjið skrúbbinn í formin og frystið

Þegar skrúbburinn er orðin harður er nóg að fjarlægja hann úr filmunni og setja hann í glæran poka. Þá áttu til skrúbb fyrir næstu 6 sturtuferðirnar og getur notið þess að ilma af ferskri kókosolíu, laus við allar áhyggjur af appelsínuhúð.

Heiðrún Finns er áhugamanneskja um samskipti kynjana, ást, heilsu og fegurð. Heiðrún bloggar á heidrun.me og heldur úti facebook síðu. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here