Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig?

Rétt eins og hver manneskja er einstök þá eru stjörnumerkin ólík, sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Sum merki elska hlutverkaleik meðan aðrir vilja eitthvað hversdagslegra. Sumir vilja langan forleik á meðan aðrir gefa sér lítinn tíma í það.

Sum merki eru meira kynferðisleg en önnur og eru þekkt fyrir góða bólfimi og má þar nefna Sporðdrekann, Hrútinn, Ljónið, Nautið og Vogin. Sum af þessum merkjum eru líka þekkt fyrir að vera frekar villt í rúminu.

Við ætlum að fara yfir hvaða stjörnumerki eiga best saman kynferðislega en greinin var birt á Yourtango.com og leitast var ráða hjá Phyllis Vega sem skrifaði bókina Erotic Astrology: The Sex Secrets Of Your Horoscope Revealed. Ekki hafa áhyggjur. Ef þú kemst að því að þinn/þín heittelskaði/a á ekki að vera þinn besti bólfélagi samkvæmt þessu, skaltu alls ekki taka þessu of alvarlega. Það er margt annað sem er nauðsynlegt fyrir gott samband fyrir utan kynlífið.

Sjá einnig: Stjörnuspá fyrir maí 2021

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Kynferðislegur stíll: Hrúturinn er ástríðufullur og óþolinmóður og er eitt af þremur eldheitu merkjunum. Hrúturinn fer í ástarsambönd af heilum hug en eru ekki týpan sem reynir að heilla með blómum og rómantík. Hann er leikari, ekki draumóramaður og velja frekar stuttar kröftugar ríðingar frekar en langar rómantískar ástarlotur.

„Hann veit hvað hann vill og vill það núna,“ segir Phyllis. „Ef þú ert sá/sú sem Hrúturinn vill, muntu fá bólfélaga sem elskar að fullnægja þínum þörfum í bólinu. Það er samt eins gott að þú sért ekki mikið fyrir forleik því þú munt ekki fá mikið af slíku með Hrútnum.

Passar best við kynferðislega: Ljónið, Bogmaðurinn, Vatnsberinn og Tvíburinn

Það sem kveikir í Hrútnum: Allt sem er öðruvísi. Ágengur bólfélagi. „Lúmskheit eru ekki eitthvað sem virkar á Hrútinn en það kveikir í honum að vera komið á óvart.

Það sem kemur Hrútnum úr stuði: Sama gamla aftur og aftur. Það að skipuleggja kynlíf á hverju þriðjudagskvöldi með Hrútnum þínum mun drepa hann úr leiðindum.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Kynferðislegur stíll: Nautið vill láta gefa sér mat og drykk og draga sig á tálar. Það á það til að vera lengi að ákveða sig en þegar það hefur ákveðið að þú sért rétta manneskjan fyrir það, vill það bara þig og aðeins þig. Áreiðanlega og afslappaða Nautið elskar ástríðufullt og einfalt kynlíf og þegar kynorkan er farin að flæða getur Nautið verið að alla nóttina.

Passar best við kynferðislega: Meyjan, Steingeitin, Krabbinn, Sporðdrekinn og Fiskur.

Það sem kveikir í Nautinu: Nautið lætur tælast með hefðbundnum leiðum og segir Phyllis að fín rúmföt, blómvöndur, vínflaska og Barry White munu kveikja í Nautinu. Gallinn getur verið sá að þér gæti fundist þú vera stödd/staddur í ástarbíómynd frá sjöunda áratugnum, en plúsinn er að Nautið mun örugglega rífa sig úr að ofan á fyrstu 10 mínútunum.

Það sem kemur Nautinu úr stuði: Ef þú tekur á móti Nautinu í búning eða ýtir því upp að vegg mun það líklega hlaupast á brott. Nautið er jarðmerki og frekar hefðbundið og ekki mikið fyrir ágengni eða bindingaleiki.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Kynferðislegur stíll: Verandi jarðtengt loftmerki, þá örvast Tvíburinn fyrst andlega og svo líkamlega. Þegar þú hefur æst hann upp, ættirðu að draga hann inn í svefnherbergi áður en hann missir fókusinn, sem gerist mjög auðveldlega. Kynlífið er mjög líklega ástríðufullt og Tvíburinn er ekki feiminn að láta heyra í sér.

„Tvíburinn elskar að tala í kynlífi og elskar að tala um kynlíf,“ segir Phyllis. „Hann hefur ekki þolinmæði í neitt kúr svo þú skalt ekki taka því persónulega ef hann sprettur á fætur fljótlega eftir fullnæginguna.“

Passar best við kynferðislega: Vogin, Vatnsberinn, Hrúturinn, Ljónið og Bogmaðurinn.

Það sem kveikir í Tvíburanum: Sjóðheit samtöl og nýjungar. Segðu honum hvað þú ætlar að gera við hann. Eða það sem er enn betra er að gera eitthvað við hann sem hann hefur aldrei upplifað. Prufaðu allskonar. Tvíburinn skiptir ört um skoðun og þó hann vilji kynlíf upp á þaki á þriðjudegi, gæti hann viljað persónulegan kjöltudans á miðvikudegi.

Það sem kemur Tvíburanum úr stuði: Að vera of þurfandi. Ekki vera of þurfandi og uppáþrengjandi við Tvíburann. Þó hann geti alveg stundað einkvæni, þarf hann samt að hafa ákveðið frelsi.

Sjá einnig: Fæðingardagurinn þinn segir heilmikið um þig

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Kynferðislegur stíll: „Krabbinn hoppar ekki bara upp í rúm með hverjum sem er,“ segir Phyllis. „Hinn tilfinningaríki Krabbi vill oftast vera í sambandi og þegar þú ert komin/n í sigtið, er hann ekki að fara að sleppa þér.“

Þessir ákafu, alvarlegu, ráðríku elskendur einbeita sér að einum bólfélaga til að láta allar sínar fantasíur rætast. Þó þeir séu oft feimnir í upphafi eru þeir blíðir og innilega ástríkir þegar þeim líður vel.

Passar best við kynferðislega: Nautið, Meyjan, Steingeitin, Sporðdrekinn og Fiskurinn.

Það sem kveikir í Krabbanum: Fullt af mat og mikið traust. Ef þú eldar æðislega máltíð handa Krabbanum og lætur hann vita að hann getir treyst þér, verður hann kannski þinn að eilífu.

Það sem kemur Krabbanum úr stuði: Hvað sem þú gerir, ættir þú ekki að særa Krabbann eða halda framhjá honum Krabbinn er mjög viðkvæmur og það er auðvelt að móðga hann. Hann er með besta minnið af öllum stjörnumerkjunum og hann mun aldrei gleyma því sem særir hann.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Kynferðislegur stíll: Hið sjálfumglaða Ljón vill vera stjarna og er jafn dramatískt í rúminu og í lífinu sjálfu. Ljónið þráir viðurkenningu og ef þú hampar því mun það fullnægja þér. „Ljónið vill láta strjúka sér, andlega og líkamlega,“ segir Phyllis.

Ljónið er fæddur elskhugi og er mjög mikil kynvera. Það finnur upp á mörgu og sýnir mikinn trúnað.

Passar best við kynferðislega: Hrúturinn, Bogmaðurinn, Tvíburinn, Vogin og Vatnsberinn.

Það sem kveikir í Ljóninu: Endalaust skjall. Segðu Ljóninu hvað það er fallegt, fyndið og frábært í rúminu. Kynorka þess fer í botn og þú nýtur góðs af því.

Það sem kemur Ljóninu úr stuði: Stjórnsemi. Ljónið verður að stjórna, eða í það minnsta halda að það sé að stjórna. Ef þú vilt halda friðinn skaltu ekki reyna að segja Ljóninu fyrir verkum.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Kynferðislegur stíll: „Flestir halda að Meyjan sé tepra en sannleikurinn er bara að Meyjan er bara kjarklaus,“ segir Phyllis. Meyjan vill stunda kynlíf í hreinu og ástríku umhverfi. Hún er ljúf, rómantísk og reglusöm og þrífst í rólegu sambandi og vill ekki eiga uppstökkan maka.

Þó Meyjan láti eins og hún sé hneyksluð þegar þú stingur upp á einhverju „dónalegu“, er hún lúmskt spennt. Ekki vera hrædd/ur við að stinga upp á nýjungum því henni finnst það gaman, alveg eins og þér.

Passar best við kynferðislega: Nautið, Steingeitin, Krabbinn, Sporðdrekinn og Fiskurinn.

Það sem kveikir í Meyjunni: Hrein rúmföt, stefnumót og rútína. Komdu fram við Meyjuna af varfærni, keyptu handa henni gjafir og lestu fyrir hana ljóð. Hún elskar gamaldags rómantík.

Það sem kemur Meyjunni úr stuði: „Ekki henda Meyjunni á jörðina til að eiga hvatvíst kynlíf,“ segir Phyllis. „Meyjan hefur ekki áhuga á því.

Vogin

24. september – 23. október

Kynferðislegur stíll: Hin fágaða Vog er vitsmunavera og er með fullkomnunaráráttu. Frábær bólfélagi ef hún heldur athyglinni. Hún hefur háleitar hugmyndir um kynlíf og hefur mikinn áhuga á erótík og nýjum leiðum til að veita og fá unað.

Hún er með mjög opinn huga en fáguð og er örugglega til í að taka í flestu ef það er ekki of langt gengið (lesist: Þó hún sé til í að vera í leðurdressi er ekki víst að kvalalosti sé eitthvað sem hún hefur áhuga á).

Passar best við kynferðislegaTvíburinn, Vatnsberinn, Hrúturinn, Ljónið og Bogmaðurinn.

Það sem kveikir í Voginni: Fallegt svefnherbergi eða stefnumótakvöld. Vogin er þéttbýlismanneskja og elskar skemmtilegar, úthugsaðar aðstæður. Hún er kannski of kurteis til að segja það en hún elskar DÝRAR gjafir.

Það sem kemur Voginni úr stuði: „Vogin vill ekki kynlíf á subbulegu hótelherbergi,“ segir Phyllis. „Hún er heldur ekki hrifin af útileigum og vill alls ekki stunda kynlíf nema þú getir boðið upp á smá lúxus eins og rúm í húsi, eins og sumarbústað.“

Sjá einnig: 7 týpur af vinum sem þú ættir að forðast

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Kynferðislegur stíll: Það vita það allir að Sporðdrekinn er svolítið villtari en gengur og gerist, en það vita ekki allir að hann er mjög greindur villingur. Hin dularfulli, ákafi Sporðdreki er oft til í tuskið en hann velur frekar skírlífi en innihaldslaust kynlíf. Hann er frekar til í fjölbreytt kynlíf en 20 mínútur af trúboðastellingunni.

„Það verður að vera meira en bara kynlíf og ást hjá Sporðdrekanum,“ segir Phyllis. „Það verður að vera sterkari tenging.“ Sporðdrekinn hefur annað hvort engan áhuga á þér eða einbeitir sér eingöngu að þér. Þegar hann hefur valið þig, mun hann sýna þér ódauðlega ást og erótík. Ef þú ætlar að vera með Sporðdreka verður þú að vinna í úthaldinu og undirbúa þig.

Passar best við kynferðislegaKrabbinn, Fiskurinn, Tvíburinn, Vogin og Vatnsberinn.

Það sem kveikir í Sporðdrekanum: Skilningur. Um leið og þú veist hvað Sporðdrekinn þinn vill, gerðu það þá. Ef þú ert forvitin/n um bindingar þá er Sporðdrekinn örugglega til í að prófa svoleiðis hluti með þér. Sporðdrekar eru ekki feimnir við smá „kinky“ tilraunir.

Það sem kemur Sporðdrekanum úr stuði: Neikvæðni, fáviska og ágengni. Ef þú ert að hugsa um eða að reyna að taka stjórnina af Sporðdrekanum mun hann sparka þér út.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Kynferðislegur stíll: Þessi eldheiti, áhugasami, heimshornaflakkari mun láta þér líða eins og þú sért eina manneskjan í heiminum þegar hann er í rúminu með þér. Ef heimurinn hinsvegar kallar, þá muntu þurfa að horfa á eftir honum þegar hann fer.

Þann tíma sem þú færð með Bogmanninum skaltu njóta þess, því það mun vera gaman hjá ykkur. Bogmaðurinn er opinn, ævintýragjarn og elskar að skemmta sér. Það má alveg búast við að hann verði extra lostafullur þegar hann kemur á nýjan og spennandi stað. „Hann mun þóknast þér og hann vill að þú þóknist þeim. Hann mun prófa allt og mun stunda kynlíf hvar sem er,“ segir Phyllis.

Passar best við kynferðislega: Hrúturinn, Ljónið, Tvíburinn, Vogin og Vatnsberinn.

Það sem kveikir í Bogmanninum: Ævintýri. Láttu skyttuna elta þig. Hann vill prófa furðulega kynlífsstellingar og framandi hjálpartæki, helst á fjarlægum slóðum. Hann er alveg til í að komast í „Mile-High“ klúbbinn, eða háloftaklúbbinn.

Það sem kemur Bogmanninum úr stuði: Fyrirsjáanleiki. Ef þú vilt alltaf vera heima og horfa á bíómynd á laugardagskvöldi mun Bogmaðurinn deyja úr leiðindum. Ef þú vilt eiga von á einhverju skemmtilegu, slepptu þá dagbókinni og fjarstýringunni.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Kynferðislegur stíll: Steingeitin getur virkað eins og vinnualki en ef þú nærð henni inn í svefnherbergi getur hún sýnt þér að henni finnst líka gaman að leika sér líka. „Steingeitin er ein af ástríðufyllstu stjörnumerkjunum og enginn veit það,“ segir Phyllis.

Sem elskhugi er Steingeitin áreiðanleg, metnaðarfull og ábyrg, en á það til að halda kynlöngun sinni niðri. Ef þú kemst inn fyrir skelina hjá Steingeitinni sérðu hvað í henni býr. Þegar hún er komin í stuð verður hún ástúðleg, hreinskiptin og staðráðin í að veita unað. Svo hefur hún mikið þrek.

Passar best við kynferðislega: Nautið, Meyjan, Krabbinn, Sporðdrekinn og Fiskurinn.

Það sem kveikir í Steingeitinni: Steingeitin laðast að snjöllu, afreksfólki sem er tilbúið að taka fyrsta skrefið og hafa þolinmæði til að lokka þá frá vinnu með kynþokkafullum fötum, rómantískri máltíð og kynferðislegum tilburðum. Hún elskar að fara á stefnumót og skipuleggja „kynlífskvöld“ fyrirfram.

Það sem kemur Steingeitinni úr stuði: Hvatvísi og furðufuglega. Steingeitin er ekki hrifin af duttlungafullum uppátækjum sem geta komið áformum hennar í rugl. Hún hefur heldur ekki á kynlífi með manneskju sem henni finnst ekki samboðin henni.

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Kynferðislegur stíll: Það getur enginn fest þessa frjálslegu sérvitringa niður. Loftmerkin eru ekki öll eins en það eina sem þau eiga sameiginlegt er gáfnafarið. Kynþörf Vatnsberans eykst ef hann væri vitsmunalega örvun og þá er hann til í að prófa hvað sem er.

Vatnsberinn fer hægt af stað í kynlífinu en verður mjög ástríðufullur og mun koma þér á óvart. Þú getur samt aldrei „eignað þér“ hinn einræna Vatnsbera, því hann mun alltaf halda einhverju fyrir sig.

Passar best við kynferðislega: Tvíburinn, Hrúturinn, Ljónið og Bogmaðurinn.

Það sem kveikir í Vatnsberanum: Samtöl, óvenjulegir persónuleikar, vitsmunaleg iðja. Hann er ekki að flækja hlutina fyrir sér og elskar allskonar skemmtilegheit í svefnherberginu.

Það sem kemur Vatnsberanum úr stuði: Ef þú ert hefðbundin týpa sem átt ekki flippaða hlið, er Vatnsberinn ekki spenntur. Ekki reyna að festa hann niður. „Ef Vatnsberinn heldur að þú sért að fara að taka af honum frelsið, mun hann flýja,“ segir Phyllis.

Sjá einnig: Er sökuð um að hafa „photoshop-að“ höfuð sitt á líkama annarrar konu

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Kynferðislegur stíll: Fiskurinn er algjört kamelljón í ástarsamböndunum og getur lagað sig að þínum þörfum og þrám. „Hann er líkamlegur töframaður, með miklar tilfinningar,“ segir Phyllis.

Fiskinn vantar kannski bara hagkvæmni. Það, í bland við ástríka náttúru hans, þörf fyrir líkamlega snertingu og náttúrulega samkennd gerir þá góða í að fullnægja öðrum og taka við gælum. Það sem sumum gæti þótt villt finnst Fiskinum bara venjulegt. Hann er með opinn hug og hjarta í svefnherberginu og þið eigið frábærar stundir saman þar.

Passar best við kynferðislega:  Sporðdrekinn, Krabbinn, Nautið, Meyjan og Steingeitin.

Það sem kveikir í Fiskinum: Þegar þú er glöð/glaður, er Fiskurinn glaður, svo hann verður að fá að vita hvernig þér líður. Hann er draumóramaður/kona og hefur gaman að hlutverkaleikjum.

Það sem kemur Fiskinum úr stuði: Ekki þykjast vera svalur/svöl við Fiskinn, það mun draga úr kynþörf hans. Fiskurinn verður að vita hvað þú ert að upplifa með honum í rúminu.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE