Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig?

Rétt eins og hver manneskja er einstök þá eru stjörnumerkin ólík, sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Sum merki elska hlutverkaleik meðan aðrir vilja eitthvað hversdagslegra. Sumir vilja langan forleik á meðan aðrir gefa sér lítinn tíma í það.

Sum merki eru meira kynferðisleg en önnur og eru þekkt fyrir góða bólfimi og má þar nefna Sporðdrekann, Hrútinn, Ljónið, Nautið og Vogin. Sum af þessum merkjum eru líka þekkt fyrir að vera frekar villt í rúminu.

Við ætlum að fara yfir hvaða stjörnumerki eiga best saman kynferðislega en greinin var birt á Yourtango.com og leitast var ráða hjá Phyllis Vega sem skrifaði bókina Erotic Astrology: The Sex Secrets Of Your Horoscope Revealed. Ekki hafa áhyggjur. Ef þú kemst að því að þinn/þín heittelskaði/a á ekki að vera þinn besti bólfélagi samkvæmt þessu, skaltu alls ekki taka þessu of alvarlega. Það er margt annað sem er nauðsynlegt fyrir gott samband fyrir utan kynlífið.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE