Pamela Anderson kom að Jack Nicholson í „trekant“

Pamela Anderson er að fara að gefa út ævisögu sína, Love, Pamela, í lok mánaðar og í bókinni segir hún meðal annars frá því að hún hafi séð Jack Nicholson í „trekant“ með tveimur konum, á Playboy setrinu.

Hún segir að hún hafi séð Jack og konurnar vera að flissa og kyssast upp við vegg og verið öll að káfa hvert á öðru. Hún segir ekki nákvæmlega hvenær þessi atburður á að hafa átt sér stað en segir að hún hafi ekki viljað horfa, hafi hún ekki ráðið við sig. „Ég gekk inn í herbergið til að nota spegilinn og beygði mig yfir vaskinn til að laga glossið mitt. Ég reyndi að horfa ekki en réði ekki við mig og átti augnsamband við Jack í augnablik í speglinum,“ skrifaði Pamela.

Pamela segir að henni hafi liðið svolítið eins og hún hafi tekið smá þátt í „trekantinum“ því hún skrifar: „Ég held að þetta hafi komið honum yfir endalínuna því hann gaf frá sér skrýtið hljóð, brosti og sagði „Thanks dear“.

Sjá einnig:

SHARE