Sænskar kjötbollur

Sænskar kjötbollur
15 litlir skammtar, helmingið gjarnan eða frystið. 

2 dl mjólk
1 dl rjómi/matreiðslurjómi
1 1/2 dl rasp
1 kg blandað hakk (Yfirleitt eru hlutfallið 70% nautahakk og 30% svínahakk)
2 tsk salt
2 – 3 tsk pipar, helst hvítur.
1/2 tsk sykur
2 egg
1 1/2 dl rifinn laukur
smjör (til steikingar)

Blandið mjólk, rjóma og brauðmolum/raspi. Láta standa í u.þ.b. 10 mínútur.

Blandið hakkið með salti, pipar og sykri. Bætið eggjum út í og blandið vel saman. Hrærið mjólkur/raspblöndunni og lauk saman við hakkið og blandið vel saman.

Mótið litlar bollur úr hakkinu. Steikið bollurnar á pönnu, og snúið reglulega. Einnig er hægt að steikja bollurnar í ofni, við 200 c, en þá verður að muna að snúa þeim mjög reglulega.

Borið fram með kartöflum, brúnni sósu og sultu (við notum hindberjasultu en ef þið viljið taka ekta Svía á þetta má kaupa lingon-sultu í IKEA.

SHARE