Sjáðu lungu manns sem hafði reykt í 30 ár

Þeir sem reykja sígarettur eru tvöfalt líklegri til að fá hjartaáfall og 30 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein, en þeir sem reykja ekki. Þrátt fyrir þessar upplýsingar heldur fólk áfram að reykja, en þetta myndband gæti látið fólk hugsa sig tvisvar um.

Þessi lungu eru úr manni sem var aðeins 52 ára gamall. Hann var með marga lungnasjúkdóma og vildi gefa líffæri sín við andlátið. Það átti að gefa lungun til einhvers annars, en það var ekki möguleiki að nota þau og læknarnir sáu það strax og þeir opnuðu hann. Oft er hægt að nota lungu til að bjarga lífi annars þó þau séu ekki fullkomin en þessi voru alveg ónothæf.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here