Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Hrúturinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Þú þurftir mikla orku og þurftir mikið að passa upp á aðra í október en það verður allt annað upp á teningnum í nóvember. Margt sem þú hefur komist að á undanförnum mánuðum munu koma fram í dagsljósið og verða rædd í nóvember. Það er aldrei „góður tími“ til að ræða suma hluti en þú þarft bara að vera heiðarleg/ur og tala hreint út. Þér finnst kannski erfitt að setja þínar þarfir í forgang, sérstaklega þegar kemur að maka þínum, en það er mikilvægt að takast á við þetta fyrr en seinna. Áður en alheimurinn tekur ákvarðanirnar fyrir þig.

Þetta þýðir ekki það að þú þurfir að neyða þig til að tala, heldur að þú treystir því sem þú heyrir inni í kollinum á þér, aftur og aftur.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com