Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Fiskurinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Þú elskar vanalega nóvember en þessi mánuður er kjörinn fyrir þig til að byrja á einhverju nýju. Það getur verið að byrja í nýrri líkamsþjálfun, í námi eða bara að kaupa þér nýjar græjur. Ástin svífur yfir vötnum um þessar mundir og þú verður að leyfa þér að njóta þess. Þú ert oft efins þegar kemur að breytingum en þær breytingar sem eru að verða núna eru bara til hins góða. Leyfðu þér að elska og vera elskuð/aður.

Þú þarft að passa að hugsa vel um þig og ekki bara að hugsa vel um aðra. Ástin er töfrandi og stundum verða töfrarnir til, bara með því einu að ákveða að eyða ævinni með einhverjum.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com