Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Vatnsberinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Það eru breytingar í nánd kæri Vatnsberi. Finnurðu það? Það er að verða einhver þróun í lífi þínu, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi. Þú tekur vel í þessar breytingar en passaðu bara að vera trú/r sjálfri/um þér. Nýir kaflar geta verið fallegir en þeir geta líka hrætt mann. Við þurfum alltaf smá aðlögunartíma til að venjast nýjum hlutum. Í samböndum áttu það til að taka „það gamla“ með inn í „það nýja“.

Það, að læra og þroskast, þýðir að þú ert farin/n að taka aðrar ákvarðanir. Þú ert nú þegar farin/n að gera það svo þú átt hrós skilið.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com