Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Krabbinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Krabbinn 

22. júní – 23. júlí

Þú ættir að vera í góðu andlegu jafnvægi í þessum mánuði en í þeim seinasta. Það var svo margt í gangi í október, mikið áreiti, og stundum vissir þú varla hvernig þér leið og allt var frekar yfirþyrmandi. Ef þú hefur tekið skref afturábak nýlega, í sambandinu þínu, er tíminn núna til að vinna í þér og í sambandinu. Ekki fara samt aftur í sama gamla farið. Einbeittu þér að sjálfri/um þér og þínum þörfum og ekki fara fram úr þér í að þóknast því þá verður þú bara búin/n á því. Mundu að þú átt líka skilið að fá tíma, athygli og ást.

Nóvember er frábær mánuður fyrir þig, til að tengjast öðrum, kæri Krabbi og það á við á öllum vígstöðvum, í vinnu, ástinni, fjölskyldu og svo framvegis.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com