Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Meyjan

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Þessi mánuður verður eflaust frekar auðveldur fyrir þig. Það verður nóg að gera og þemað verður „samskipti“. Allir hlutir sem þú hefur verið að ýta á undan þér, komast í framkvæmd. Það verður svolítill hraði á öllu núna en þú verður að muna eftir að hafa gaman líka og ástin gerir vart við sig. Þegar við heilum okkur sjálf, heilum við þá sem við elskum, ekki öfugt. Þú veitir maka þínum oft mikla athygli en verður að muna eftir þér sjálfri/um. Þú getur verið til staðar fyrir maka þinn en getur ekki lagað allt fyrir hann/hana.

Einbeittu þér að því að styrkja sjálfa/n þig og það mun hafa góð áhrif á sambandið þitt. Við eigum öll okkar sár og þú verður að passa að nota ekki ástina sem plástur heldur takast á við gamla drauga.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com