Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Nautið

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Nautið

21. apríl – 21. maí

Nóvember verður eftirminnilegur mánuður og þú munt upplifa eins og að þér sé sótt úr öllum áttum. En á bak við alla spennuna er hin ósvikna útgáfa af þér sem vill bara fá að komast út! Ef þú leyfir henni að koma út muntu sjá breytingar, og jafnvel róttækar breytingar sem munu ekki bara veita þér meira frelsi heldur gefa þér aukna orku og sköpunargleði. Við vitum það kæra Naut, þú ert ekki mikið fyrir breytingar, en þær eru stundum óhjákvæmilegar.

Nú er tíminn til að vaxa sem manneskja og leyfa sjónarmiðum þínum að breytast ef svo ber við. Þú ættir kannski að huga aðeins betur að þörfum maka þíns í þessu samhengi.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com