Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Steingeitin

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Það var eflaust mikið að gera hjá þér í október svo það er gott fyrir þig að vita að nóvember verður betri. Nú er góður tími til að fara á stefnumót, hvíla þig og hlúa að sjálfum/ri þér. Ef þú átt eftir að taka eitthvað frí, þá er nóvember frábær tími til þess. Lífið er alltaf að gerast. Við getum ekki stoppað það en við ráðum hvernig við bregðumst við því. Stundum finnst þér kannski að það sé best að loka sig bara af og takast ekki á við neitt en þannig missum við af bestu hlutum lífsins.

Manneskjan sem þú átt að hafa í lífi þínu, verður það. Þú þarft ekki að sannfæra hana/hann til að halda í hana/hann. Vertu bara þú sjálf/ur og leyfðu hlutunum að gerast.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com