Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Tvíburinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Það verður talsverður hraði á þér í nóvember, nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. Þessi mánuður verður líka svolítið tileinkaður því að þú endurheimtir sjálfa/n þig. Þú hefur lent í allskonar prófraunum og lífið er búið að kenna þér eitt og annað, svo nú er kominn tími til að setja þig í 1. sæti.

Þetta þýðir líka það að þú verðir að sleppa tökunum á þeim samböndum sem fóru ekki eins og þú hefðir helst viljað. Það er betra að sleppa tökunum núna en að ríghalda í það og missa af öllum hinum tækifærunum sem alheimurinn veitir þér.

Það er alltaf ógnvekjandi að gefa draum upp á bátinn og finnast maður þurfa að breyta framtíðaráformum, en stundum er það bara nauðsynlegt.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com