Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Vogin

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Vogin

24. september – 23. október

Þemað í þessum mánuði eru peningar og það verða einhverjir óvæntir atburðir í þessum mánuði sem varð peninga. Þú gætir fengið óvæntan pening eða óvæntan reikning. Þér hefur fundist samband sem þú hefur verið í vera einhliða en það er kominn tími til að það breytist. Þú þarft að vera heiðarleg/ur í samskiptum og tala við manneskjuna sem þér finnst þú vera alltaf að gefa af þér til og eiga heiðarlegt samtal.

Það verður einhver nostalgía í þér og þú hugsar um gamla góða hluti. Þú ert heimakær og langar bara að kúra heima á kvöldin og það er allt í lagi. Þetta er akkúrat tíminn til þess.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com