Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Sporðdrekinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember 

Ástin verður ekki einföld fyrr en við leyfum henni að vera það. Það hafa verið erfiðir en dásamlegir tímar í október en þeir tímar hafa kennt þér að aftengjast og sjá sannleikann í ástarmálunum.

Vöxtur er eitthvað sem við skiljum ekki alltaf en er nauðsynlegur. Markmiðið þitt ætti bara að taka hverjum degi eins og hann kemur og aldrei að sætta þig við minna en þú átt skilið. Stattu með sjálfum/ri þér og hættu að vera alltaf svona svakalega „næs“. Það er komið að þér! Segðu skilið við sambönd við fólk sem taka meira frá þér en þau eru að gefa þér. Þú átt eftir að kynnast fullt af miklu betra fólki í framtíðinni.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com