Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Bogmaðurinn

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Þú ert hress týpa en í nóvember er komið að þér að hvílast og hlaða batteríin. Undirmeðvitund þín er svo virk að þú þarft oft að vera ein/n til að geta tengst innsæi þínu. Það eru breytingar í nánd en þær verða kannski allt öðruvísi en þú varst búin/n að sjá fyrir og vona. Þetta er partur af því að læra að vera sveigjanleg/ur og að sætta sig við að hlutirnir geta alltaf breyst frá upprunalegu plani. Mundu bara alltaf að vera heiðarleg/ur um tilfinningar þína og plön um framtíðina.

Það eru dásamlegir hlutir að fara að eiga sér stað sem hafa verið lengi á leiðinni en vertu bara fullviss um að þú hafir búið til pláss fyrir þá. Ekki missa af góðu hlutunum því þú ert hrædd/ur við breytingar.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com