Á þessu ótrúlega myndskeiði sést lítill broddgöltur reka rassinn framan í heila hjörð ljóna, sem öll sverma kringum broddgöltinn, sem með útspennta broddana sveigir sér klaufalega undan.

Atvikið, sem átti sér stað í suður-afrískum þjóðgarði fyrir skemmstu og var fest á myndband er að finna á YouTube en í lýsingu má lesa eftirfarandi:

Broddgölturinn byrjaði að brölta afturábak á hvað það ljón sem ætlaði að koma nær en broddgeltinum leyst á, sem er vel þekkt varnartækni meðal broddgalta. Ef broddgeltinum tekst að koma nógu nærri rándýri, skýtur hann þó ekki jafn mörgum broddum og fólk heldur. Þvert á móti eru míkrókrókar á broddunum sjálfum, sem læsa sig inn í andlitið eða þófa rándýra sem hætta sér of nærri broddgeltinum. Broddarnir rifna einfaldlega af broddgeltinum án þess að skaða sjálfan broddgöltinn. Og þetta þarf rándýrið að sitja uppi með; sársaukafulla broddana sem sitja fastir.

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE