Skemmtilegur atburður átti sér stað á körfuboltaleik í Texas þegar feðgar tóku upp á því að dansa samhæfðan dans í hálfleik.
Í hálfleik fór myndavél yfir áhorfendastúkuna til að fanga stemminguna og rambaði á þessum stórskemmtilegu fegðum sem virtust skemmta sér konunglega. Myndavélin hélt áfram að skipta yfir á aðra æsta áhorfendur leiksins en endaði svo alltaf á fegðunum.

Hér má sjá myndbandið í heild sinni.

Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.

Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.

SHARE