Íslendingur orðaður við Teiknimyndastúdíó Pixar

Caminandes er sería af stuttum teiknimyndum sem fjalla um lamadýrs-fígúru sem þrívíddarhönnuðurinn Pablo Vazquez skapaði. Gran Dillama, önnur teiknimynd seríunnar, var búin til af teymi sem var skipað átta listamönnum hvaðanæva að; Ástralíu, Íslandi, Þýskalandi, Argentínu, Ítalíu og Rússlandi. Hópurinn var saman í rúmar tvær vikur síðasta haust hjá Blender Institute í Amsterdam og vann linnulaust allan sólarhringinn við að gera myndina.

Stuttmyndin er „opin mynd“, þ.e.a.s. einungis voru notuð ‘open source’-forrit og því hægt að nálgast öll vinnsluskjöl á netinu. Myndin var gefin út undir CC-BY-leyfi sem þýðir að öllum er frjálst að endurnota, breyta og birta stuttmyndina (eða gögn úr henni), að því gefnu að minnst sé á Caminandes í tengslum við kynningu á endurnýttu efni.

Síðasta sumar var Hjalti Hjálmarsson staddur á Siggraph-ráðstefnunni í Los Angeles og kynntist þar leikstjóra og framleiðanda verkefnisins, þeim Vazquez og Francesco. Þar buðu þeir Hjalta að taka þátt í Gran Dillama-verkefninu og þurfti hann ekki að hugsa sig tvisvar um. Hlutverk Hjalta var að sjá um allt ‘character animation’ sem í grunninn felur í sér umsjón með allri „leiklist“ lamadýrsins, þ.e. hreyfingar fígúrunnar, ramma fyrir ramma.

Stuttmyndin hefur fengið frábærar viðtökur og hefur m.a. verið birt á forsíðu Disney.com í Bandaríkjunum. Myndin er einmitt á löngu ferðalagi og sýnd á fjölmörgum virtum kvikmyndahátíðum. Hægt er að horfa á myndina í fullum gæðum á netinu og eru allar nánari upplýsingar á vefsíðunni caminandes.com.

Hjalti Hjálmarsson hefur unnið sem animator í sjö ár og hefur mest unnið við gerð á teiknuðum, íslenskum auglýsingaherferðum. Má í því sambandi nefna fígúrur eins og Iceland Express-fuglinn, Vodafone-froskinn, BT-músina, ísbjörn Polar Beer, Megamann Domino’s o.fl.

Það eru margir sem spá því að það sé aðeins tímaspursmál hvenar Hjalti byrjar að vinna fyrir Pixar teiknimyndastúdíóið en vissir aðaillar þaar á bæ eru að fylgjast gramt með honum og hans hæfileikum.

Á meðan biðinni stendur vinnur Hjalti í ýmsum forvitnilegum verkefnum fyrir Markaðshúsið Janúar.

7167116_300

Sjá umrædda teiknimynd sem Hjalti gerði ásamt öðru frábæru og hæfileikaríku fólki.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Z4C82eyhwgU”]

SHARE