Ofþjálfaður björgunarhundur „bjargar” barni (pínir barn á land)

Vel gert! Eða þannig, sko.

Þannig fór þegar þrautþjálfaður björgunarhundur kom auga á glaðlynt barn á svamli í ylvolgri á, en samkvæmt lýsingunni sem fylgir myndbandinu sem birtist upprunalega á America’s Funniest Home Videos, fór hundurinn rakleiðis í sjálfskipaðan björgunarleiðangur þegar hann sá glaðlynt barnið á svamli í ánni, vandlega tryggt og algerlega heilt á húfi.

Barnið, sem sannarlega var ekki í neinni hættu, varð algerlega miður sín yfir óvelkomnu inngripi björgunarhundsins …

… sem dró barnið nauðugt viljugt upp á bakkann, með dillandi rófu.

Gæti verið ofþjálfun um að kenna?

SHARE