Love Actually þarf vart að kynna fyrir neinum. Það er stórmyndin sem framkallaði tár hjá heimsbyggðinni fyrir fáeinum árum síðan, fellur aldrei úr gildi og hefur oftlega verið nefnd ljúfasta ástarsaga síðari tíma. En ekki er allt sem sýnist! Hreinskilnu snillingarnir hjá Screen Junkie benda hér á blákaldar og lítt þekktar staðreyndir sem varpa öðru og mun heiðarlegra ljósi á söguþráðinn:

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE