Stjörnur sem ætla að yfirgefa USA vegna Trump

Það hafa nokkrar stjörnur gefið það út að þær muni flytja frá Bandaríkjunum ef Donald Trump yrði kosinn forseti. Nú er það komið á daginn og því er það alveg kjörið að fara yfir hvaða stjörnur það eru sem eru væntanlega farnar að pakka í töskur.

miley

1. Miley Cyrus. Miley vill ekkert með Donald hafa. Hún hefur margoft skrifað á samfélagsmiðla um það hversu hættulegur og bilaður henni finnist hann vera. Jafnframt skrifaði hún það líka að hún myndi flytja úr landinu ef hann yrði forseti.

landscape-1462715669-amy-schumer-book-cover

2. Amy Schumer. Líkt og Miley hefur Amy ekki verið að fela vanþóknun sína á Donald. Hún hefur gefið það út að ef hann yrði forseti myndi hún þurfa að breyta öllu uppistandinu sínu. „Ég verð að breyta öllu því ég verð að læra spænsku, því ég mun flytja til Spánar eða eitthvað. Það er fyrir ofan minn skilning ef Donald sigrar. Það er bara of klikkað!“ sagði Amy í Newsnight á BBC.

ChelseaHandler2

 

3. Chelsea Handler. Chelsea var mikill stuðningsmaður Hillary og hún er búin að fyrirbyggja að hún verði föst í landi undir stjórn Donald. „Ég keypti hús í öðru landi, bara svona til vonar og vara. Það hafa margir hótað því að flytja úr landi en ég mun gera það í alvöru,“ sagði Chelsea í Live with Kelly and Michael.

lena-dunham-2013-golden-globes-winner

4. Lena Dunham. Hún hefur sagt að hún elski Kanada og muni 100% flytja þangað ef Donald yrði kjörinn.

jon stewart

5. Jon Stewart. Jon sagði í viðtali við People: „Ég fer í geimflaug og flýg á aðra plánetu því þessi pláneta er klárlega farin yfir um.“

cher

6. Cher. Cher er kraftmikil kona svo hún styður auðvitað aðra kraftmikla konu. „Ef hann verður kjörinn flyt ég til Jupiter,“ skrifaði hún á Twitter.

whoopi-goldberg-the-view

 

7. Whoopi Goldberg. Whoopi hefur alltaf verið demókrati en enginn hefur gert hana jafn fráhverfa Ameríku og Donald. „Kannski er kominn tími fyrir mig til að flytja. Ég hef efni á því að fara,“ sagði Whoopi í The View.

Raven-Symone

 

8. Raven-Symone. Raven-Symone sagði í The View að hún myndi flytja til Kanada ef rebúblikani yrði forseti.

Keegan-Michael Key

 

9. Keegan-Michael Key. Hann er líka tilbúinn að fara til Kanada. „Það eru 10 mínútur til Detroit en ég er þaðan og móðir mín býr þar. Það myndi líka gleðja hana,“ sagði hann í TMZ.

Ne-Yo

10. Ne-Yo. Hann sagði: „Ég og Drake verðum nágrannar í Kanada ef Donald Trump verður forseti,“ sagði Ne-Yo við TMZ.

samuel l jackson

11. Samuel L. Jackson. Hann hefur sagst vera komin með nóg af Donald Trump í kosningunum. Hann sagði: „Ég flyt frekar til Suður Afríku,“ sagði hann í Jimmy Kimmel.

barbra streisand

12. Barbra Streisand. Hún elskar Hillary og hefur gefið það út að hún myndi ekki hika við að flytja til Kanada ef Donald yrði forseti.

Bryan Cranston

13. Bryan Cranston. Hann hefur gefið það út að hann myndi „pottþétt“ flytja ef Donald verði forseti.

 

SHARE