Það er ekkert óhætt þegar mávar eru annars vegar!

Galvaskur mávur gerði sér lítið fyrir og rændi GoPro myndavél af þýsku pari og flaug með hana á brott. Parið skildi myndavélina eftir eitt augnablik og mávurinn vappaði að henni, tók hana í gogginn og tók á flug. Mikil mildi þótti að ekki fór verr þar sem þau endurheimtu myndavélina og gátu þar með deilt með okkur þessu myndbandi. Þau birtu myndbandið og vildu láta vita að mávum er alls ekki treystandi. Óprúttni fiðurfénaður.

Sjá einnig: Fugl festist í tyggjóklessu

 

https://www.youtube.com/watch?v=n8uyl6mjtF0&ps=docs

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE