Þvílíkt rugl: Gwyneth Palthrow rúllar upp Nicki Minaj og Drake

SHARE

Það er ekkert leyndarmál að Gwyneth Palthrow getur haldið lagi en hvern hefði grunað að hún gæti rappað, apað eftir Drake og tekið Anaconda með Nicki Minaj í beinni?

Leikkonan fór á kostum í The Tonight Show og tók lagið (rappið) undir píanóleik Jimmy Fallon – sem var háalvarlegur gegnum alla senuna – en þarna má sjá tvíeykið taka Brodway útgáfuna af Anaconda með Nicki Minaj, Drake smellinn Started From The Bottom og hip hop lagið I Don’t Fuck With You – í alvöru, þetta er SKYLDUÂHORF!

Tengdar greinar:

Geggjuð útgáfa af Anacoda: Ætli Nicki Minaj viti af þessu?

Gwyneth Paltrow sjóðheit á nærfötum og sokkaböndum – Myndband

Martha Stewart segir Gwyneth Paltrow að halda kjafti

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: „Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt“ en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE