Á síðunni TopTenz er hægt að finna alls konar áhugaverða lista eins og til dæmis þennan með topp tíu furðulegustu tímaritunum í heiminum í dag:
10. Girls and Corpses
Þetta tímarit er eins og nafnið gefur svo vel til kynna, tímarit um stelpur og lík, þ.e. blaðið er fullt af myndum af fallegum stelpum og dauðum hlutum. Útgefandi blaðsins fékk þessa hugmynd þegar hann var á myndasöguráðstefnunni Comic-Con og stelpur voru að fá menn til að taka myndir af sér með „líkum“ sem voru á staðnum sem skraut.
9. Fashion Doll Quarterly
Þetta er blað um ótrúlega óhuggulegar dúkkur sem líta ótrúlega raunverulega út. Til að mynda er að koma út blað núna sem verður tileinkað tónlist og þá verður heil grein um Cher og Elvis dúkkur. Hér er tölublaðið sem fjallaði um Barbie.
8. Portable Restroom Operator
Já þetta er til. Þetta er tímarit um útikamra!
7. Cranes Today
Mánaðarlegt tímarit um krana. Gæti verið áhugavert fyrir þá sem vinna við byggingar en svo sannarlega ekki fyrir utanaðkomandi aðila. Hér er sýniseintak á netinu.
6. Miniature Donkey Talk
Þetta tímarit kemur út mánaðarlega fyrir eigendur lítilla asna. Hér er sýniseintak af þessu blaði.
5. Private Islands
Þetta tímarit er örugglega fyrir fólk sem á meiri peninga en gengur og gerist hjá venjulegri manneskju, þá sem hafa efni á því að eiga sína eigin eyju. Hér er sýniseintak af blaðinu.
4. Kohl Magazine
Þetta tölublað af Kohl er dýrasta blað sem selt hefur verið en þakið í skartgripum og gullsmiður eyddi 86 tímum í að skreyta blaðið með 600 demöntum og 90 grömmum af gulli.
3. Tan Magazine
Þetta blað er fyrir náttúruunnendur og inniheldur mikið af myndum af fólki í fæðingarfötunum að njóta náttúrunnar.
2. Fencepost
Þetta blað kemur út fjórum sinnum á ári og fjallar um girðingar. Hér er eitt sýniseintak
1. Serial Killer Magazine
Þetta tímarit er ekki fyrir viðkvæma og fjallar á ítarlegan hátt um fjöldamorðingja. Þar er hægt að lesa skýrslur frá FBI og allskyns smáatriði sem birtast hvergi annarsstaðar.