10 verstu staðir í heimi til að eignast barn

Samkvæmt mæðraskýrslu sem nýlega var gefin út og við greindum frá hér á Hún.is, er Kongó versti staðurinn fyrir mæður og börn, á eftir fylgja löndin Sómalía og Sierra Leone. Dánartíðni mæðra í fæðingu er 1 á móti hverjum 30 konum og 1 barn af hverjum 6 deyja áður en þau ná 5 ára aldri.

Hér fyrir neðan eru talin upp þau 10 lönd þar sem mæður og börn hafa það einna verst.

Kongó.
1 af hverjum 30 konum deyja á meðgöngu eða í fæðingu
1 barn af hverjum 6 deyr fyrir 5 ára afmælisdag sinn.
Hér sjáum við Florence, sem fæddi tíunda barn sitt, Aksante í flóttamannabúðum eftir að styrjöld braust út í þorpi hennar og hún þurfti að flýja. Móðirin hafði undirbúið sig undir komu barnsins með því að taka með sér barnaföt sem var svo stolið eftir að hún kom í búðirnar.

Sómalía
Fólk gengur almennt einungis 2 og hálft ár í skóla. Hér sjáum við Asmara, sem er gengin átta mánuði, ásamt börnum sínum tveimur. Þau eru stödd í flóttamannabúðum. Það tók hana 10 daga og 10 nætur að ferðast frá heimili sínu í búðirnar og hún þurfti að skilja dóttur sína eftir. Fjölskyldan var rænd á leiðinni.

Sierra Leon
Dauðatíðni á meðgöngu er 1 á móti 23. Hér sjáum við Hawanatu Koroma, 21 árs með nýfæddan son sinn, Abbas fyrir utan heimilið sitt í Susan´s Bay. Abbas fékk húðsýkigu stuttu eftir fæðingu og hefur fengið meðferð á heilsugæslu á svæðinu.

Mali
Eitt barn af hverjum 6 mun deyja fyrir 5 ára afmælisdaginn. Hér er Awa, sem bíður eftir skoðun með son sinn, Modiba, tveggja ára. Hún bíður eftir lyfjum fyrir soninn vegna næringarskorts og malaríu. Sonurinn er töluvert minni og léttari en hann ætti að vera.

Níger
Mourganatou, 17 ára ákvað að fæða barn sitt ekki á heilsugæslu vegna þess að það var of dýrt. Hún leitaði til Mæðraverndar sem rekin er af ríkinu fyrir hönd Save the children samtakanna þar sem hún fékk þjónustu.

Mið-Afríku lýðveldið

Enn og aftur eru eitt barn af hverjum 6 sem deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Þessi kona heldur á barni sínu í flóttamannabúðum. Konan var ófrísk þegar hún flúði heimabæ sinn með eiginmanni sínum og 3 börnum. Hún fæddi barnið í flóttamannabúðunum.

Gambia
Ung kona í vestur Gambíu, sem þvær föt fjölskyldu sinnar áður en hún hengir þau upp til þerris.


N
ígería
Dánarðatíðni á meðgöngu er 1 á móti 29. Þetta nýfædda barn var sett á brjóst móður sinnar innan við hálftíma frá fæðingu, til að tryggja góð tengls og að leyfa móður að gefa barni sínu brjóst. Því miður, er það algengt í þessu fylki að gefa barni blandað fæði, brjóstamjólk, auk mjólk úr dýrum, vatn og sykur. Sem setur líf þeirra í hættu.

Chad

Dánartíðni á meðgöngu er einn á móti hverjum 15. Hassan og Hassania, 8 mánaða tvíburar sjást hér á myndinni með móður sinni. Tvíburarnir þjáðust af næringarskorti vegna þess að móðir þeirra mjólkaði ekki nóg til að fæða þau bæði.Fílabeinsströndin
1 barn af hverjum 9 mun deyja áður en það nær 5 ára aldri. Hér sjáum við Solange, 38 ára, gengin níu mánuði með barn sitt. Hér horfir hún á konur sem hvíla sig með nýfædd börn sín eftir fæðingu. Hún segir “Ljósmæður skrifuðu upp á lyfseðil fyrir mig, en þeir gáfu mér engin lyf. Ég hef engan pening til að kaupa lyf.”
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here