Sagan er í stuttu máli þessi: Strákur hittir stelpu og verður ástfanginn, bónorð er borið upp og brúðkaup er haldið.

Það sem gullfalleg brúðurin hins vegar veit ekki er að brúðguminn hefur á laun sótt stífar æfingar með félögum sínu, sem stíga persneskan-bandarískan þaulæfðan og hræðilega fyndinn dans í veislunni sem haldið var þann 21 júní sl.

Brúðguminn heitir Sean Rajaee og stígur upphafssporin við söngröddu Beyoncé og Jay Z, svífur fisléttum skrefum inn í tóna Backstreet Boys og slær að lokum í gegn með  smelli Bruno Mars; Marry You.

Gaman er frá því að segja að sumir félagana þurftu að æfa sporin gegnum Skype, en hluti þeirra komst ekki á áfangastað fyrr en rétt áður en brúðkaupið átti að hefjast. Ariana heitir þessi lánsama brúður og fékk hún sjokk aldarinnar …. og sama má segja um alla gesti veislunnar.

Takið eftir yfirvaraskeggjunum! 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”BT0hj6VTFzU”]

SHARE