Nú er þetta alvöru kjánahrollur! – Bannað að fara inn á Loftið

Við birtum fyrir stuttu síðan frásögn konu sem var vísað í burtu af borðinu sínu á Loftinu af því að von var á Gordon Ramsey á staðinn. Hún heitir Herdís Stefáns.

Nú er kominn kafli tvö í þessa sögu:

Úfff nú er þetta alvöru KJÁNAHROLLUR… við vinkonurnar fórum á Slippbarinn að halda uppá BIG 35.ára Ernu afmæli… svo þegar það lokaði var spurt, jæja og hvert þá og allar litu á mig… Ein hlóg og sagði kannski Loftið Herdís?… ég sagði, já því ekki það, enda bara góð auglýsing fyrir þá þegar ég skrifa status á morgun hvað ég skemmti mér vel þar… En Halló, vinkonurnar fara í röðina sem var ekki löng, kannski 6 manneskur á undan, en ég spyr dyravörðinn hvort ég sé velkomin, ætlaði ekki í röð ef ég væri það svo ekki, þó ég var meira að spyrja í gríni… hann bara hmmm já hver ertu og Erna blabla.. Þetta er sko HERDÍS STEFÁNS og Gordon málið.. og þá kom annað hljóð í dyravörðinn… Hann kallaði á Alla, sem var greinilega ekki dyravörður, heldur eitthvað aðeins meira þarna, sem staðfesti að ég væri sko EKKI velkomin þarna inn og það hefði verið fundur og það vissu allir starfsmenn að Herdís Stefáns væri ekki velkomin… Ég ætlaði að taka í höndina á Alla og kynna mig og spyrja hvort ég væri að misskilja en nei hann vildi ekki taka í höndina á mér og sagði að ég væri ekki velkomin takk fyrir… En ég fór á Austur og skemmti mér stórkostlega með vinkonum mínum  Vá hvað var gaman… Isss vildi að ég væri enn að dansa 

Við spurðum Herdísi aðeins út í þetta mál: „Mér finnst þetta bara allt hið fyndnasta mál og átti aldrei von á að þetta yrði svona mikið mál frá byrjun en Íslendingar eru bara ekkert að fíla þetta vip kjaftæði og maður má ekki segja frá lélegri þjónustu nema að staðurinn fari í fýlu.“

SHARE