Nú þegar undirbúningur jólanna er komin á fullt á stressið til að læðast upp að manni án þess að maður fatti það. Þá er nú aldeilis gott að geta tekið frá einn og einn dag í Hjartanærandi kakóslökun hjá þeim gæðahjónum Baldvin og Kristínu.

Stundin er þannig að þú kemur færð hreint kakó frá Guatemala sem er dásamlegur drykkur stútfullur af magnesíum og fleiri góðum efnum sem losa út streitu og styrkja gleði og ástarhormónin okkar.

Þú ert leidd/ur í djúpa slökun með aðferðum jóga nidra og/eða dáleiðslu, færð dásamlega tónheilun frá gongspili og tíbetsskálum en það er heilandi bylgjur sem þessi hljóðfæri senda inn í allar frumur.

Í miðri tónheilun í þessu dásamlega djúpa slökunarástandi færðu svo að hlýða á frumsamið ljóð eftir Baldvin. Mögnuð stund!

Ef þig langar í 10 tíma kort í hjartanærandi kakóslökun, hvetjum við þig til að skrifa ”Hjartanærandi kakóslökun” hér fyrir neðan þá ertu komin í pottinn.

Svo er alveg góð hugmynd að leyfa vinum sínum að taka þátt með því að deila jóladagatalinu og smella í eitt like á Hún.is

Í fyrramálið drögum við út 10 tíma kort að verðmæti 25.000 kr og ef þú vilt eiga möguleika á því að verða dregin út, vertu þá með!

Kíktu á síðuna http://kristinsnorra.is

SHARE