Karlmenn: Ég skil ekki..

Öll erum við nú ólík eins og við erum mörg en hér eru nokkur atriði sem margar konur velta líklega fyrir sér um hitt kynið.

 

*Afhverju ykkur finnst konur tala of mikið, þegar enginn talar meira en þið. Þegar maður setur nokkra karlmenn saman í hóp þá fyrst byrjar fuglahreiðrið að myndast! Þið getið talað endalaust og alltaf finnið þið nýtt umræðuefni, ég meina hversu lengi er hægt að ræða fótbolta eða bíla ?

 

*Þegar þið kallið stelpu sem þið hafið sofið hjá einu sinni eða tvisvar “vinkonu” ykkar. – Stelpa sem þið hafið hitt nokkrum sinnum jafnvel bara einu sinni og sofið hjá kallast EKKI vinkona ykkar. Vinkona samkvæmt mínum skilningi er stelpa sem þú þekkir vel og átt samræður við reglulega.

 

*Þegar þú ert að tala við stelpu sem þú hugsanlega ert að deita, þið eruð að senda sms á milli, svo segir stelpan eitthvað sem þú ert ekki að fatta eða veist ekki hverju þú átt að svara, svo þú bara sleppir því að svara. ekkert svar! Konur þola það ekki, heilinn fer á yfirsnúning og við byrjum að ofhugsa afhverju þú svarar ekki, nú eða bara verðum pirraðar.

 

*Að þið þurfið að eiga hvern einasta tæknilega hlut sem nokkurn tíma hefur verið hannaður.

 

 

*Að þið eyðið frekar pening í tölvur,síma, raftæki eða leikföng eins og tölvuleiki en skó, föt eða skartgripi.

 

*Afhverju þið þurfið að eiga endalaust af hvítum sokkum?

 

*Þegar þið bjóðið okkur drykk á barnum og ætlist svo til að fá eitthvað í staðinn. Nei, drykkur kaupir ekki kynlíf eða koss ef út í það er farið – þú bauðst, ég þáði, punktur.

 

*Þetta er best – strákar sem segja að þeir hati drama en velja sér alltaf að vera í samböndum með snarbiluðum stelpum.
*Að þið getið horft endalaust á ofurhetjumyndir eins og the expendables,iron man, star wars ofl.

 

*Þegar þið ratið ekki eitthvað – afhverju má ekki biðja um aðstoð?

 

*Afhverju í ósköpunum þið haldið að konum finnist gott að láta sleikja á sér eyrun ?

 

*Klósettsetan gamla góða – ég skil ekki afhverju það er svona mikið mál að setja hana niður.

 

*Hvað er svona gaman við það að meiða hvorn annan ? kýla í pung eða snúa upp á geirvörtu.. næ því ekki alveg.

 

*Þurrkið ykkur ekki almennilega eftir sturtu ? er ekki óþægilegt að vera enn með poll á bakinu þegar þið klæðið ykkur í bolinn ?

 

*Takið tölvuna eða blöð með inn á klósett þegar þið eruð að fara að verpa ! Endið svo á því að hertaka baðherbergið í lengri tíma vegna þess að þið hafið gleymt ykkur og sitjið enn á dollunni og lesið eða surfið á netinu, er svona kósý að sitja inn í skítalyktinni sinni í lengri tíma ?

 

*Er erfitt að þrífa hárin upp eftir rakstur ? afhverju skiljið þið alltaf allan vaskinn og vaskborðið eftir í hárum eftir rakstur, mig langar ekkert að fá hárin yfir make-up dótið mitt, á sápuna og út um allt.

SHARE