8 atriði sem hann myndi vilja að þú vissir um kynlíf

Það eru áreiðanlega margir sem langar að segja svo margt varðandi kynlíf en leggja aldrei í það, af ótta við að koma hinum aðilanum í uppnám eða búa til vandræðalegar aðstæður. Kynfræðingar eru hinsvegar óhræddir við að tjá sig um kynlíf og á síðunni Shape eru þessi atriði talin upp sem atriði sem karlmenn vilja að konur viti um kynlífstengd málefni.

1. Við þurfum ekkert að fara í „trekant“ en getum við samt talað um það

Algengasta „fantasía“ karlmanna er „trekantur“ og yfirleitt er það „trekantur“ með maka og annarri konu, segja sérfræðingarnir. „Hann er skuldbundinn þér, þetta er bara hellismaðurinn í honum sem gerir það að verkum að hann vill hafa samfarir við fleiri en eina konu,“ segir Mike Dow sem er með sjónvarpsþáttinn That Sex Show.

Góðu fréttirnar eru þær að þú getur örvað hellismanninn í honum án þess að bjóða annarri konu inn í svefnherbergið ykkar (flestir sérfræðingar mæla ekki með því að fara í alvöru „trekant“ nema þið séuð bæði alveg 100% til í það).

Karlmenn vilja oft segja þér frá „fantasíum“ sínum en eru hræddir um að þér finnist það óþægilegt. Dow mælir með því að konur spyrji maka sinn út í þeirra „fantasíur“ án allra fordóma. Sjáðu hvað gerist. Kannski hefur hann sömu „fantasíur“ og þú. Hver veit?

2. Ekki taka því persónulega að ég horfi á klám

„Flestir karlar horfa á klám þegar þeir stunda sjálfsfróun af því að þeir þurfa að fá myndræna örvun. Þetta þýðir ekki það að hann vilji þig ekki“ segir Ian Kerner, höfundur The Good in Bed Guide to 52 Weeks of Amazing Sex.

Meðalmaður lítur á sjálfsfróun sem persónulega athöfn og notar hana sem ákveðna afslöppun, sem er örugglega það sama og þú gerir stundum þegar þú ert ein. Sú tegund af klámi sem hann horfir á, þarf ekki endilega að endurspegla það, hvernig kynlíf hann vil stunda með þér.

Ekki hafa áhyggjur: „Þó að maðurinn vilji að þú sért ástríðufull í svefnherberginu og hafir sjálfstraust klámmyndaleikkonu, þá ætlast hann ekki til og vill ekki að þú sért klámstjarna,“ segir Barry McCarthy kynfræðingur

3. Vertu opin fyrir að prófa nýja hluti með mér

Karlar segja kynlífsfræðingum gjarnan að þeir vilji að konan sé með minni hömlur á sér og hafi meira sjálfstrasut þegar kemur að kynlífi. Þeir vilja að konan sé opin fyrir nýjungum sem veita öðru ykkar eða ykkur báðum, aukin unað.

„Fjölbreytileiki er það sem heldur kynlífinu skemmtilegu og það er eitthvað sem karlmenn þurfa,“ segir Laura Berman, kynlífsfræðingur. „Hafðu í huga að það kærastinn þinn eða eiginmaður vill ekki að þú gerir eitthvað sem þú nýtur þess ekki að gera – Á sama tíma skaltu samt íhuga það að hlusta á hvað hann hefur áhuga á að prófa, hvort sem það eru  nýjar stellingar, aðrar staðsetningar eða einhverjir hlutverkaleikir,“ segir Laura.

4. Segðu oftar já við mig

Karlmenn segjast oft verða sárir og viðkvæmir fyrir því að fá höfnun frá konunni sinni, en þeir vilja, eins og við konurnar, vera þráður. „Konur segja mér oft að þeim finnist þær þurfa að finna fyrir meiri ást til þess að vilja stunda kynlíf, en karlmenn segja mér að þegar þeir fái ekkert kynlíf, líði þeim eins og þeir séu ekki elskaðir,“ segir Mike Dow.

Laura Berman tekur undir þetta hjá Mike og segir að karlmenn tjái ást sýna mikið til, í kynlífi. Þegar hann vill stunda kynlíf með þér, snýst það ekki bara um „losunina“ heldur vill hann tengjast þér ákveðnum böndum. Höfnunin sem hann finnur fyrir þegar þú hafnar honum getur verið álíka mikil höfnun fyrir hann eins og ef hann myndi neita þér um faðmlag eða koss.

Berman mælir með því að stunda kynlíf eins oft og mögulegt er,  miða að því að stunda kynlíf að minnsta kosti tvisvar í viku. Það er enginn að segja að þið þurfið að stunda kynlíf á heimsmælikvarða í hvert skipti. Stundum er bara fínt að taka einn stuttan, smá tott eða eitthvað svoleiðis, svo lengi sem þið haldið fjölbreytileikanum.

„Þegar þú segir svo nei við hann, vertu samt hlý og ástrík við hann og finnið annan tíma“ segir Laura. „Það hljómar kannski ekki sexý, en með því að finna annan tíma þá veit hann að hann mun fá kynlíf og þú hafir alveg áhuga á því. P.s. Það myndi ekki skemma fyrir ef þú hefðir þá frumkvæðið að kynlífinu.“

5. Segðu mér hvað ég er að gera rétt

Þú hefur kannski heyrt það, að karlmenn vilja gjarnan að konan þeirra láti í sér heyra í rúminu, en það er ekki af því að hann vill endurupplifa eitthvað atriði úr klámmynd (þó það væri alveg í lagi líka). Hann vill að þú segir honum þegar hann er að gera eitthvað sem þér finnst gott. Láttu hann vita ef hann er að gera eitthvað sem kveikir í þér. Ekki gagnrýna of hart í miðjum klíðum, segðu frekar hvað er gott og hvað þú vilt meira af, segir Barry.

6. Það er ekki allt búið ef ég missi hann niður

Menn skammast sín og finnst þeir missa karlmennsku sína þegar þeir missa liminn niður. „Það er sláandi að sjá hversu mikið nærri sér þeir taka því að missa risið“ segir Mike. „Karlmönnum, sem eru með konum sem gera ekki mikið mál úr þessu, líður ekki jafn mikið illa með þetta, en þeir sem eiga konur sem gera mikið mál úr þessu.“

Því meira sem karlmaður hugsar um að missa liminn niður, því meiri líkur eru á því að það gerist. Því meira sem stressið er að ná honum upp aftur er, því minni líkur eru á því að honum takist það.

Hvað getur konan gert? Slakað á og kysst hann og látið sem þetta sé ekki stórmál. Hún getur látið hann fara niður á sig og notið þess. Ef hann er að einbeita sér að því að veita þér unað, hættir hann að hugsa um sjálfan sig á meðan og þá eru meiri líkur á því að hann fá holdris aftur. Það mun líka mjög líklega fá hann til að rísa að fá að horfa á þig snerta sjálfa þig ef þú hefur áhuga á því að gera það.

7. Kannaðu líkama minn (Lesist: Ég er ekki bara typpi}

Eins mikið og þér finnst það pirrandi þegar hann eyðir 30 sekúndum í að gæla við brjóstin á þér, rétt áður en hann fer beint í klofið á þér, þá finnst honum að þú megir kanna líkama hans betur. Hann vill ekki að þú sért bara í typpinu á honum.

Barry segir að karlmenn vilji að konur leiki við eistun á þeim og rasskinnar sem og við endaþarminn að utanverðu (og jafnvel að innanverðu líka). Fer eftir því hvað hann vill.  Þetta er alveg fullkomlega skiljanlegt þar sem þessi svæði eru öll í mjög næmum taugaendum.

Pör verða bara að finna út hvað hentar þeim.

8. Ef þú kannt að meta mig, sýndu mér það þá

„Fyrir flesta karlmenn er það algjört forgangsatriði að hafa konuna sína hamingjusama, en það lætur þeim líða karlmannlega og eins og þeir hafi hlutina á hreinu. Ef þeir vita að þú ert örugg og ánægð þá finnst þeim þeir vera MAÐURINN,“ segir Laura. Hún segir að smá hrós hér og þar sé dýrmætt fyrir makann, sérstaklega þegar við konur höfum allar gerst „sekar“ um að tuða yfir umgengni karlmannsins eftir langan vinnudag hjá okkur.

Það þýðir samt ekki það að við megum ekki segja honum hvað sé ekki að virka, heldur þurfum við bara líka að muna að segja honum hvað hann gerir rétt og vel.

Laura mælir með 5 hrósum á dag frá hvoru fyrir sig, jafnvel fyrir hluti sem hann á að gera, eins og að fara út með ruslið og svoleiðis lagað. „Það er  ótrúlegt hversu miklu þetta hefur breytt í samböndum sem hafa prófað að taka þetta upp,“ segir Laura.

 

SHARE