Það er svo sannarlega enginn fullkominn Við misstígum okkur oft og mörgum sinnum, en að mörgu leyti er það bara gott því við lærum alltaf af mistökunum og gerum þau vonandi ekki aftur. Womanshealthmag.com spurði nokkra sérfræðinga, hver væru algengustu mistökin sem konur gera, a.m.k. einu sinni á ævinni.

Lána peninga

Hey þig langaði bara hjálpa og varst alveg með það á hreinu að hún myndi borga þér til baka. Það reynist því miður ekki alltaf auðvelt. Þú lærir það að hugsa þig tvisvar um áður en þú segir já við þann næsta sem biður þig um lán. – Liz Weston – höfundur bókarinnar 10 Commandments of Money.

Smella á Reply All

Það eitt að hugsa um þetta lætur manni líða illa. Þegar maður hefur lent í því að gera Reply to all, þegar þá átti ekki að gerast, vita hvernig þessi tilfinning er. Þetta kennir manni að renna alltaf yfir einu sinni áður en maður sendir póst, sérstaklega ef þú ert í vinnunni.- Nicole Williams, LinkedIn’s sérfræðingur 


Gera sér upp fullnægingu

Þetta er eitthvað sem á að vera bannað í svefnherberginu. Það er óþarfi að velta sér um of uppúr þessu, en núna heldur rekkjunautur þinn að það sem hann gerði seinast, í rúminu, hafi verið að gera góða hluti. Það er samt kannski ekki raunin. Hættu að gera þér upp fullnægingu og farðu að vinna í því að fá alvöru fullnægingu. –Ian Kerner, Ph.D – höfundur bókarinnar „She Comes first“

Leyfa sér að brenna út

Ef þú ert að keyra þig út í vinnunni og einkalífinu þá mun eitthvað gefa sig á endanum. Góðu fréttirnar eru þær að þegar þú hefur brunnið út, ferðu að forgangsraða upp á nýtt og sérð hvað er mikilvægt og hvað ekki. Því fyrr sem þú áttar þig á því að þú ert að ganga of nærri þér, því betra. – Elizabeth Lombardo – höfundur bókarinnar A Happy You.

Slúðra um vinkonu

Ef þú hefur einhverntímann baktalað vinkonu þína, hún frétt af því og talað um það við þig, þá veistu hvað þetta er hræðileg tilfinning. Þú lærir það, af þessu að missa þig aldrei í slúðrinu. Hafðu samkennd með vinum þínum og mundu að hugsa þig um áður en þú byrjar að slúðra. – Andrea Bonior – höfundur The Friendship Fix

Fara þunn í vinnuna

Það að fara þunn í vinnuna er örugglega eitthvað sem þú átt eftir að gera oftar en einu sinni. Eftir að þú kemst svo að því hversu þreytt, pirruð og framtakslaus þú verður, muntu líklega hætta að fá þér drykki daginn fyrir vinnu hjá þér. — Nicole Williams, LinkedIn’s sérfræðingur

Lætur vinina sitja á hakanum af því hún er í sambandi

Þetta er nánast óhjákvæmilegt. Þú ert ástfangin upp fyrir haus og gleymir öllu öðru, en það er ekki sanngjarnt að hætta að sinna vinasamböndum þínum. Þetta er samt sem áður lexía sem margir þurfa að læra á eigin skinni. Á endanum muntu átta þig á því hverju þú ert að fórna og hversu sjálfmiðað þetta er. Góðu fréttirnar eru að þú munt væntanlega ekki gera þetta aftur.  – Andrea Bonior – höfundur The Friendship Fix

Hangir í vinnu sem er ekki að gera sig

Hver hefur ekki látið sér leiðast í einhverri vinnu, bara af þeirri einföldu ástæðu að ekki hefur gefist tími til að leita að annarri vinnu. Það getur gert mann alveg brjálaðan að vera óánægður í starfi, en seinna á starfsferlinum getur það bara verið þér til bóta. Þetta verður til þess að þú munt vanda valið á vinnu í framtíðinni og þú gerir þitt besta til þess að vera ánægð í starfi. – Nicole Williams, LinkedIn’s sérfræðingur

Mætir í óviðeigandi klæðnaði

Það er ömurleg tilfinning að mæta OF spariklæddur í partý og að sama skapi er ömurlegt að mæta OF „casual“ í fínt boð. Það er allt í lagi að hafa húmor fyrir sjálfum sér í þessum aðstæðum og þú munt áreiðanlega muna að spyrja næst hvort það sé eitthvað ákveðið „dress code“ í samkvæminu. – Andrea Bonior – höfundur The Friendship FixHooking Up with Someone You Probably Shouldn’t Have

SHARE