Gleðilegan Mottumars

Í tilefni af Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, býður Heilsuvernd upp á sérstakar heilsufarsskoðanir fyrir karlmenn.

Það er mikilvægt að huga vel að heilsu sinni og reglubundin heilsufarsskoðun er liður í því að vera vel upplýst/ur.

Ef þú hefur fjölskyldusögu um krabbamein, ert karlkyns og vilt vita hvort þú ert með lífstílstengda sjúkdóma sem hafa áhrif á heilsufar þitt þá er mælt með því að þú látir skoða þig.

Karlmenn eru ekki í neinu formlegu heilsufarseftirliti í dag og er kominn tími til að breyta því. Sjúkdómar sem herja á karlmenn líkt og konur er upp að vissu marki hægt að finna og verjast með því að sinna reglubundnu heilsufarseftirliti.

Hver eru einkenni lifrakrabbameins?

Einstaklingar,  bæði karlar og konur, ættu að láta fylgjast árlega með helstu lífstílsþáttum svo sem eins og blóðþrýstingi, hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli og fituprósentu. Við það bætast svo alþjóðlegar leiðbeiningar um mat á áhættu tengdri ákveðnum sjúkdómum.

Þar má nefna krabbamein í leghálsi og brjóstum sem og í ristli, en slík mein er hægt að fyrirbyggja að miklu leyti með skipulagðri leit. Ekki liggur enn fyrir alþjóðlega hvernig skuli nálgast skoðun með tilliti til blöðruhálskirtilskrabbameins en það er algengasta mein karlmanna í dag.

Almennt er talið að það að þekkja einkenni og hafa fengið fræðslu um krabbamein geti skilað árangri til snemmbúinnar greiningar, en grundvöllurinn fyrir slíku er að einstaklingurinn sé meðvitaður um eigin heilsu og líðan.

Mikilvægustu þættir í forvörnum gegn sjúkdómum almennt í dag eru talin vera reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn, hóflegt álag og andleg vellíðan auk þess að sinna reglubundnu heilusfarseftirliti.

Kynnið ykkur málið hér á heimasíðu Heilsuverndar!

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

SHARE