Á Jennifer Aniston (46) von á tvíburum?

Tímaritið OK! greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að leikkonan Jennifer Aniston eigi von á tvíburum. Samkvæmt heimildarmanni OK! fór Jennifer í tæknifrjóvgun en Jennifer og eiginmaður hennar, Justin Theroux, eru búin að reyna við barneignir í meira en tvö ár.

Sjá einnig: Daily Mail kallar Jennifer Aniston feita eftir brúðkaupsferðina hennar

jennifer-aniston-pregnant-twins-02

Heimildarmaðurinn segir einnig frá því að Jennifer þrái ekkert heitar en að verða móðir.

Síðustu tvö ár hafa reynst henni mjög erfið. Jennifer þráir að verða móðir en þó var hún að vissu leyti farin að sætta sig við að það myndi kannski aldrei eiga sér stað.

Dásamlegt, ef satt reynist!

SHARE