Adele er um þessar mundir á fullu í tónleikaferðalagi sínu um Evrópu og er nú stödd í Verona á Ítalíu. Hún ákvað að skella sér í smá ferð með syni sínum Angelo um borgina og valdi sér mjög þægilegan klæðnað, sem fól í sér víðan svartan kjól og hvíta tauinniskó.

Sjá einnig: Förðunarfræðingur Adele segir frá

Það getur ekki verið auðvelt að þurfa að vera glerfín allan daginn og standa á hælunum á sviði dag eftir dag. Fæturnir þurfa bara sína hvíld og hvað er þá betra og þægilegra en mjúkir inniskór?

Sjá einnig: Adele lagar samband sitt við bróður sinn

Adele hefur fengið gríðarlegt lof fyrir tónleika sína undanfarið, en hún hefur þó einnig vakið athygli fyrir að skamma aðdáendur sína fyrir að vera með farsímann á lofti alla tónleikana. Hún segir fólki að njóta tónleikanna í stað þess að vera að taka upp allan tímann, því það væri hellingur af fólki sem hafði ekki færi á því að fá miða.

Sjá einnig: Adele ætlar að taka sér annað 5 ára frí

350FABCA00000578-3631660-image-a-197_1465402438533

350FAC4300000578-3631660-image-a-184_1465401896665

350FDA9B00000578-3631660-image-m-213_1465403349752

a

SHARE