Adele: “Mér finnst leiðinlegt í ræktinni”

Adele birti mynd af sér á Instagram, þar sem hún er með fremur átakanlegt yfirbragð. Söngkonan hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarin 5 ár, en kom fram úr felum um það leiti sem hún byrjaði að kynna nýju plötuna sína Adele 25. Mikil breyting er á Adele frá því hún gaf út síðustu plötu sína Adele 21, en síðan þá hefur hún hætt að reykja, drekka kaffi og að drekka áfengi, ásamt því að breyta mataræði sínu og byrja að hreyfa sig.

Sjá einnig: Pabbar út um allan heim elska Adele

Söngkonan hefur ákveðið að koma sér í enn betra form til að undirbúa sig fyrir tónleikaferðalag sitt sem byrjar í Belfast 29. febrúar, en segir þó aðalástæðuna fyrir betra formi og lífstíl vera til þess að vernda í sér röddina. Henni finnst mjög leiðinlegt að stunda líkamsrækt og að drekka smoothie, en hún er mjög hrædd við að hrædd við að skaða í sér röddina, því árið 2011 lenti hún í því að það fór að blæða úr hálsi hennar.

Sjá einnig: Málaðu þig eins og Adele á 10 mínútum

 1

2

3

Sjá einnig: Adele þykist ekki vera Adele

4

SHARE