Ætlar sér að missa að minnsta kosti 24 kíló til viðbótar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fæddi sitt annað barn núna í byrjun desember. Kim er að sjálfsögðu nú þegar farin að huga að því að losa sig við meðgöngukílóin og í nýju myndbandi á heimasíðu hennar má sjá Kim ræða málin við Caitlyn Jenner. Þar segir Kim meðal annars að hún hafi næstum dáið þegar hún steig á vigtina rétt fyrir fæðingu og sá að hún var orðin 86 kíló.

Sjá einnig: Kim Kardashian er búin að eiga

kim-kardashian-biography

Að eigin sögn er Kim nú komin í stranga megrun og hefur nú þegar misst sjö kíló, rétt rúmlega 10 dögum eftir barnsburð. Hún hyggst hins vegar missa að minnsta kosti 24 kíló í viðbót og komast í ,,sína þyngd” sem hún segir vera 54 kíló.

SHARE