Af hverju það er skaðlegt að fara í megrun – Nokkur atriði

Hættan á að blæðingar stoppi 

Nú fer baðfatatíminn bæði á ströndum og sundstöðum í hönd og alls konar galdrabrögð sem eiga að gera konur grannar herja á. Auglýsingamaskínan er í fullum gangi, blöð og tímarit, bækur og pillur sem lofa manni fallegustu línum sem um getur á smátíma. En það getur haft afleiðingar að léttast og grennast  mjög hratt.

 

Matarkúrar og æfingaprógröm eru komin út í öfgar 

Blæðingastopp sem verður þegar eðlilegar blæðingar hafa verið  getur stafað af ýmsum ástæðum og geta  ofurmegrun og ofuræfingar verið þar á meðal.

Það er ekki ávinningur að hafa ekki blæðingar

Það kemur stundum fyrir að fólk fer út í öfgar að lifa heilnæmu lífi. Það borðar ekki þetta og ekki hitt og orkan fer í að passa upp á „hollustuna“  í staðinn fyrir að lifa tiltölulega afslöppuðu lífi.  Sumum kann að þykja það ákjósanlegt að hafa ekki blæðingar en blæðingastopp getur haft alvarleg áhrif á heilsuna.

Áhrif blæðingastopps á frjósemina 

Það hefur kannski ekki mikil langvarandi áhrif þegar blæðingar stoppa í t.d. tvo mánuði. En þegar kona er á harkalegum matarkúr getur blæðingastopp bent til alvarlegra mála eins og t.d. skaða á æxlunarkerfinu. Oft hefur það gerst þegar blæðingastopp varir lengur en 3-6 mán. að eggjastokkarnir starfa ekki eðlilega. Annað sem oft kemur í ljós er að estrogen gildi hjá þessum konum er lágt því að eggjastokkarnir framleiða ekki nægilegt estrogen. Þegar það gerist líður konunum eins og  mörgum líður við tíðahvörf (um fimmtugt) þær eiga erfitt með svefn, svitna á nóttinni o.fl. sem þessu fylgir.

 

Blæðingastopp dregur úr þéttni beinanna 

Það sem á undan er talið eru þó nokkur óþægindi en það sem er beinlínis hættulegt er kalkskortur sem konur sem fá blæðingaskort lenda alltaf í. Konur safna kalki í beinin allt til  þrítugs. Kalkið í beinunum verður aldrei meira en þá. Frá þrítugs aldri til tíðahvarfa heldur estrogenið jafnvægi á kalkbúskap líkamans.   Ef estogen gildin eru ekki í lagi þar eð ekki er eðlilegur tíðahringur (blæðingastopp) getur orðið alvarlegur kalkskortur ef blæðingastoppið varir lengur en sex mánuði. Ýmis fleiri heilsu- og lífsstílsvandamál geta hangið á spýtunni og geta þau valdið alvarlegri beinþynningu sem fólk áttar sig ekki á fyrr en beinin fara að brotna. Rétt er að vera vel vakandi, gæta að þessum þáttum og forðast vandræðin.

Standið á móti mjónumenningunni

Þó að áhættan að lenda í blæðingastoppi sé veruleg heldur fjöldi kvenna áfram að svelta sig til að vera léttari en er eðlilegt fyrir líkamsbyggingu þeirra og æfa grimmilega með. Þær taka áhættu.

Sem betur fer lenda ekki allar konur sem eru að grenna sig í þessum miklu erfiðleikum sem hér hafa verið til umræðu. En þær eða þau sem berjast við átraskanir ættu að leita sér faglegrar hjálpar strax.  .

Fólk þarf endilega að skilja að útlitið segir lítið um sjálfa manneskjuna. Auðvitað finnst flestum ungum manneskjum það ekki vera svo – en kannski er hægt að finna einhvern meðalveg.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here