Justin Bieber og Hailey Baldwin tóku rúnt á reiðhjólum um New York í gær, þriðjudag. Þau tóku sér hvíld og settust niður og þá virðist Justin hafa farið að gráta.
Hailey virðist vera að hugga unnusta sinn en virðist svo brotna niður líka.
Þau skötuhjú eru nýbúin að trúlofa sig og Justin hefur baðað Hailey í ástarjátningum á Instagram.
Þau virðast því vera mjög ástfangin og hamngjusöm. Hvers vegna þau grétu saman í New York vitum við ekki en það hlýtur að vera eitthvað utanaðkomandi.