Alec Baldwin og frú eignast sitt sjötta barn


Alec og Hilaria Baldwin eiga synina Edu, Romeo Alejandro David (2½ árs), Leonardo Ángel Charles (4) og Rafael Thomas (5½ árs), og dótturina Carmen Gabriela (7). Alec á dóttur fyrir sem er 25 ára og býr á Írlandi.

Það eru ekki margir mánuðir síðan Edu fæddist en nú í dag setti Hilaria inn mynd á Instagram, af nýjustu viðbótinni í fjölskyldunni. Hún skrifar einfaldlega 7 og hjarta og er það væntanlega af því að nú eiga þau samtals 7 börn.

Í spjalli við People í nóvember sagði Hilaria þegar hún var spurð hvort þau væru hætt að eiga börn: „Það eru allir að spyrja mig að þessu. Ég veit það ekki. Ég hef áður sagt að ég sé hætt, en var það svo ekki. Núna, er ég bara svakalega þreytt og að fara að fjölga mannkyninu í Covid hljómar eins og geðveiki.“

Hilaria sagði líka að börnin þeirra væru alltaf að spyrja hvenær þau fengju nýtt systkini. „Þau eru æðisleg. Þau elska Edu (þá yngsta barnið). Þau elska smábörn. Það er svo gaman að fylgjast með þeim. Þau verða örugglega mjög barngóð þegar þau verða fullorðin því þau eru orðin svo vön litlum börnum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here